Tían: „Spoof“ myndir

Í dag þykir það vera algjör plága þegar titill grínmyndar endar á orðinu „Movie.“
Þetta er orðið alltof reglulegt og spilast frekar út eins og slæm
þáttaröð af Spaugsstofunni frekar en eitthvað sem lætur mann hlæja út í
eitt. Þessar „Movie“ myndir (þ.e.a.s. Date-, Disaster-, Superhero-,
Epic- og Scary Movie myndirnar nýju) eru ástæðan fyrir því að
svokallaðar „spoof“ myndir séu ekki í jákvæðu áliti fólks lengur. Það
er mestmegnis þeim Jason Friedberg og Aaron Seltzer að kenna. Þeir
tveir eru ófærir hálfvitar sem myndu ekki þekkja góða grínmynd í sundur
frá drama sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir eru að sjálfsögðu
ekki þeir einu, en það er oftast tengt lélegar „spoof“ myndir við þá,
sem er einnig ástæðan af hverju þessi bíógeiri er að flestu leyti
steindauður!

Þetta var samt ekki alltaf svona. Sem krakki horfði
ég alltaf á „spoof“ myndir, og það var til haugur af mörgum góðum.
Bestu „spoof“ myndirnar eru samt þær sem ná að standa á eigin fótum
ásamt því að gera óspart grín að annarri/öðrum mynd/um. Kem að því
eftir smá.

Hvað gerðist eiginlega?? Í dag eru bara einhverjir
aular oftast látnir vera með kameru og þeir skjóta bara handahófskennd
atriði sem vitna bara í nýlegar myndir án þess að gera grín að þeim eða
kommenta á gallana þeirra, eins og þær ættu að gera. Í alvöru talað,
lítið á þetta ógeðfellda atriði hér fyrir neðan (úr myndinni Meet the
Spartans).

http://www.youtube.com/watch?v=wkInPAWjtPg


þetta skuli eiga að kallast húmor mun ég aldrei nokkurn tímann skilja.
Þarna er bara verið að vitna í frægt YouTube vídeó (því það var svo
„inn“ á þeim tíma) og myndina Transformers, einungis útaf því að hún
var tiltölulega nýleg – og mjög vinsæl – á þessum tíma. Ekki bara eru
svona myndir hrikalega ófyndnar heldur eldast þær illa strax eftir tvö
ár.

Núna ætla ég að telja upp nokkrar myndir sem almennilega
vissu hvað þær voru að gera. Þetta er líka gert til að sýna hvað maður
á að gera með „spoof“ mynda geirann. Kíkjum þá á:

.:10 BESTU „SPOOF“ MYNDIR ALLRA TÍMA:. (að mínu mati þ.e.a.s.)

Ókei, semsagt fyrir þá sem eru ekki alveg meðvitaðir um hvað ég
er að meina, þá er ég tala um kvikmyndir sem stæla annað hvort aðrar
kvikmyndir eða tiltekna bíógeira („ádeila“ væri kannski rétta íslenska
orðið – hljómar samt svo þurrt).

Ég vara samt við; Listinn er frekar standard, enda ekki mikið um að velja.

10. TEAM AMERICA: WORLD POLICE (2004)

Mér
finnst eitthvað svo skrítið að fleiri myndir hafa ekki gert grín að
Michael Bay/Jerry Bruckheimer-stílnum. Team America hittir allavega
langoftast í mark (hún teygðist þó sumstaðar) og hún versnar heldur
ekki með hverju áhorfi. Myndin er snjöll, markviss og tryllt fyndin að
megnu til. Það er rosalega erfitt að hafa ekki húmor fyrir Parker &
Stone.

9. GALAXY QUEST (1999)

Þessi
og mynd nr. 3 fara ansi vel saman. Galaxy Quest er vel skrifuð,
hraðskreið og dúndurskemmtileg satíra á (hvað annað?) Star Trek, en þá
meira fyrirbærið sjálft heldur en formúlurnar. Myndin er býsna vel
unnin (geggjaðar brellur líka, miðað við ’99) og fara nánast allir á
kostum. Persónulegt uppáhald mitt er samt Sam Rockwell („there’s a red
thingy moving towards the green thingy“). Hann stal öllum sínum
atriðum, eins og hann gerir nánast alltaf. Annars er myndin alveg á
mörkunum við það að eiga heima í þessum geira. Sleppur þó.

8. MONTY PYTHON’S LIFE OF BRIAN (1979)

Stæling
á Jesú-myndir, hvað annað? Stórskemmtileg Python-mynd sem er mátulega
steikt og maður þarf ekki einu sinni að vera útskrifaður úr grunnskóla
til að ná húmornum. Holy Grail er líka frábær, en þessi þykir mér
aðeins betri.

7. HOT SHOTS! (1991)

Top
Gun tekin og rifin í sundur á dásamlegan máta. Það er líka smá vottur
af Dances with Wolves, 9 1/2 Weeks, Rocky og Superman (?). Charlie
Sheen hefur aldrei verið eins fyndinn og hann var í Hot Shots-myndunum
tveimur. Cary Elwes er líka bráðskemmtilegur. Mæli eindregið með því að
þið horfið á báðar saman, sérstaklega þar sem nr. 2 er örlítið fyndnari
(kem að því betur eftir smá).

6. HOT SHOTS: PART DEUX (1993)

Þessi
mynd gæti ekki verið meira ólík forvera sínum (og núna er það aðallega
Rambo), og það er geggjað! Eina sem þær eiga sameiginlegt eru nokkrar
persónur og hrúga af steiktum húmor. Mér finnst samt nr. 2 vera aðeins
ruglaðri heldur en hin, og það gerir hana aðeins skemmtilegri. Sheen er
ennþá drullufyndinn, en Ryan Stiles (hávaxni gaurinn úr Who’s Line is it Anyway?) er mesti snillingurinn á skjánum! Elska samt mest þegar Energizer-kanínan er skotin í spað.

5. BLACK DYNAMITE (2009)

Þessi
mynd er alveg hiklaust málið!! Ég hef aldrei séð eins vel gert grín að
hinum svokallaða blaxploitation geira. Galdurinn er sá að myndin reynir
ekkert að mjólka út einhverjum sketsum. Hún er bara léleg, þá viljandi,
og verður ósjálfrátt drepfyndin í kjölfarið. Stíllinn er fullkominn.
Myndin lítur út eins og ’70s mynd og tónlistarnotkunin er jafnvel
partur af húmornum. Black Dynamite er ekki mynd sem allir munu fíla, en
þeir sem fatta djókið munu fá í magann.

Vona að myndin fái íslenska dreifingu á næstunni.

4. AIRPLANE! (1980)

Zucker-bræður
voru einu sinni ókrýndir kóngar grínmyndanna. Seinasta góða myndin
þeirra var BASEketball en síðan tóku við myndir eins og My Boss’
Daughter og Scary Movie 3 og 4. Airplane! er samt klárlega næstbesta
myndin þeirra. Ýmsar senur úr henni eru með þeim fyndnari sem ég hef á
ævi minni séð. Ég verð þó að játa, hún eldist frekar illa og það hefur
áhrif á sumt grínið. Auk þess efa ég að aðrir en kvikmyndanördar og
menn yfir fertugt þekkja tilvísanirnar í Airport-myndirnar og From Here
to Eternity. Myndin svínvirkar samt og það er einnig gaman að sjá hvað
Leslie Nielsen var fyndinn í gamla daga, áður en hann fór að gera
skítabletti eins og Dracula: Dead n’ Loving it, 2001: A Space Travesty,
Mr. Magoo og Spy Hard svo aðeins örfár séu nefndar.

Wrongfully Accused var samt pííínu fyndin.

3. SPACEBALLS (1987)

Þessi
er og verður alltaf klassísk. Hún virkar ótrúlega vel sem feitt grín á
Star Wars heiminn en líka sem kómískt geimævintýri. Ég vildi einmitt að
fleiri „spoof“ myndir tækju þessa oftar til fyrirmyndar. Spaceballs
inniheldur sínar eigin persónur, frekar en að skíra alla sömu nöfnum og
í Star Wars (eins og Spartans gerði við 300), og þær persónur eru
undarlega litríkar og skemmtilegar. Það er ekki oft þar sem maður sér
rándýrar grínmyndir en þessi þótti ekki bara vel gerð í brellum á sínum
tíma heldur afar metnaðarfull hvað búningahönnun og sviðsmyndir varða.

2. THE PRINCESS BRIDE (1987)

Önnur
mynd sem er á mörkum þess að vera „spoof“ mynd. Hún gerir allavega grín
að fantasíuævintýrum, og þá á mjög flippaðan hátt. Leikararnir eru
æðislegir og handritið er algjör fjársjóður af húmor. Ég horfði mikið á
þessa mynd í æsku og alveg sama hvað ég set hana oft í tækið þá
þreytist hún aldrei. Leitt að Cary Elwes gerði ekki oftar grínmyndir.



1. TOP SECRET (1984)

Hin
fullkomna dellumynd að mínu mati og ábyggilega uppáhalds grínmyndin mín
punktur! Ég get endalaust hlegið að henni (Pacman-atriðið fræga lét mig
veltast um allt gólf þegar ég sá hana fyrst) og finnst hún eldast bara
mátulega vel. Það er erfitt að fíla ekki svona steiktan húmor þar sem
bröndurum er fleygt framan í áhorfandann á bókstaflega hverri mínútu!
Myndin tekur skot á Elvis Presley-myndir og gerir það með hvílíkum
stæl. Söngurinn hjá Val Kilmer í þessari mynd varð líka til þess að
hann fékk Jim Morrison hlutverkið. Eða það held ég a.m.k.


(Stórkostleg sena. Vel gerð líka)

Aðrar góðar:

– Blazing Saddles
– Young Frankenstein
– The Naked Gun
– This is Spinal Tap

Hverjar eru þínar uppáhalds „spoof“ myndir?

Tían: "Spoof" myndir

Í dag þykir það vera algjör plága þegar titill grínmyndar endar á orðinu „Movie.“
Þetta er orðið alltof reglulegt og spilast frekar út eins og slæm
þáttaröð af Spaugsstofunni frekar en eitthvað sem lætur mann hlæja út í
eitt. Þessar „Movie“ myndir (þ.e.a.s. Date-, Disaster-, Superhero-,
Epic- og Scary Movie myndirnar nýju) eru ástæðan fyrir því að
svokallaðar „spoof“ myndir séu ekki í jákvæðu áliti fólks lengur. Það
er mestmegnis þeim Jason Friedberg og Aaron Seltzer að kenna. Þeir
tveir eru ófærir hálfvitar sem myndu ekki þekkja góða grínmynd í sundur
frá drama sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir eru að sjálfsögðu
ekki þeir einu, en það er oftast tengt lélegar „spoof“ myndir við þá,
sem er einnig ástæðan af hverju þessi bíógeiri er að flestu leyti
steindauður!

Þetta var samt ekki alltaf svona. Sem krakki horfði
ég alltaf á „spoof“ myndir, og það var til haugur af mörgum góðum.
Bestu „spoof“ myndirnar eru samt þær sem ná að standa á eigin fótum
ásamt því að gera óspart grín að annarri/öðrum mynd/um. Kem að því
eftir smá.

Hvað gerðist eiginlega?? Í dag eru bara einhverjir
aular oftast látnir vera með kameru og þeir skjóta bara handahófskennd
atriði sem vitna bara í nýlegar myndir án þess að gera grín að þeim eða
kommenta á gallana þeirra, eins og þær ættu að gera. Í alvöru talað,
lítið á þetta ógeðfellda atriði hér fyrir neðan (úr myndinni Meet the
Spartans).

http://www.youtube.com/watch?v=wkInPAWjtPg


þetta skuli eiga að kallast húmor mun ég aldrei nokkurn tímann skilja.
Þarna er bara verið að vitna í frægt YouTube vídeó (því það var svo
„inn“ á þeim tíma) og myndina Transformers, einungis útaf því að hún
var tiltölulega nýleg – og mjög vinsæl – á þessum tíma. Ekki bara eru
svona myndir hrikalega ófyndnar heldur eldast þær illa strax eftir tvö
ár.

Núna ætla ég að telja upp nokkrar myndir sem almennilega
vissu hvað þær voru að gera. Þetta er líka gert til að sýna hvað maður
á að gera með „spoof“ mynda geirann. Kíkjum þá á:

.:10 BESTU „SPOOF“ MYNDIR ALLRA TÍMA:. (að mínu mati þ.e.a.s.)

Ókei, semsagt fyrir þá sem eru ekki alveg meðvitaðir um hvað ég
er að meina, þá er ég tala um kvikmyndir sem stæla annað hvort aðrar
kvikmyndir eða tiltekna bíógeira („ádeila“ væri kannski rétta íslenska
orðið – hljómar samt svo þurrt).

Ég vara samt við; Listinn er frekar standard, enda ekki mikið um að velja.

10. TEAM AMERICA: WORLD POLICE (2004)

Mér
finnst eitthvað svo skrítið að fleiri myndir hafa ekki gert grín að
Michael Bay/Jerry Bruckheimer-stílnum. Team America hittir allavega
langoftast í mark (hún teygðist þó sumstaðar) og hún versnar heldur
ekki með hverju áhorfi. Myndin er snjöll, markviss og tryllt fyndin að
megnu til. Það er rosalega erfitt að hafa ekki húmor fyrir Parker &
Stone.

9. GALAXY QUEST (1999)

Þessi
og mynd nr. 3 fara ansi vel saman. Galaxy Quest er vel skrifuð,
hraðskreið og dúndurskemmtileg satíra á (hvað annað?) Star Trek, en þá
meira fyrirbærið sjálft heldur en formúlurnar. Myndin er býsna vel
unnin (geggjaðar brellur líka, miðað við ’99) og fara nánast allir á
kostum. Persónulegt uppáhald mitt er samt Sam Rockwell („there’s a red
thingy moving towards the green thingy“). Hann stal öllum sínum
atriðum, eins og hann gerir nánast alltaf. Annars er myndin alveg á
mörkunum við það að eiga heima í þessum geira. Sleppur þó.

8. MONTY PYTHON’S LIFE OF BRIAN (1979)

Stæling
á Jesú-myndir, hvað annað? Stórskemmtileg Python-mynd sem er mátulega
steikt og maður þarf ekki einu sinni að vera útskrifaður úr grunnskóla
til að ná húmornum. Holy Grail er líka frábær, en þessi þykir mér
aðeins betri.

7. HOT SHOTS! (1991)

Top
Gun tekin og rifin í sundur á dásamlegan máta. Það er líka smá vottur
af Dances with Wolves, 9 1/2 Weeks, Rocky og Superman (?). Charlie
Sheen hefur aldrei verið eins fyndinn og hann var í Hot Shots-myndunum
tveimur. Cary Elwes er líka bráðskemmtilegur. Mæli eindregið með því að
þið horfið á báðar saman, sérstaklega þar sem nr. 2 er örlítið fyndnari
(kem að því betur eftir smá).

6. HOT SHOTS: PART DEUX (1993)

Þessi
mynd gæti ekki verið meira ólík forvera sínum (og núna er það aðallega
Rambo), og það er geggjað! Eina sem þær eiga sameiginlegt eru nokkrar
persónur og hrúga af steiktum húmor. Mér finnst samt nr. 2 vera aðeins
ruglaðri heldur en hin, og það gerir hana aðeins skemmtilegri. Sheen er
ennþá drullufyndinn, en Ryan Stiles (hávaxni gaurinn úr Who’s Line is it Anyway?) er mesti snillingurinn á skjánum! Elska samt mest þegar Energizer-kanínan er skotin í spað.

5. BLACK DYNAMITE (2009)

Þessi
mynd er alveg hiklaust málið!! Ég hef aldrei séð eins vel gert grín að
hinum svokallaða blaxploitation geira. Galdurinn er sá að myndin reynir
ekkert að mjólka út einhverjum sketsum. Hún er bara léleg, þá viljandi,
og verður ósjálfrátt drepfyndin í kjölfarið. Stíllinn er fullkominn.
Myndin lítur út eins og ’70s mynd og tónlistarnotkunin er jafnvel
partur af húmornum. Black Dynamite er ekki mynd sem allir munu fíla, en
þeir sem fatta djókið munu fá í magann.

Vona að myndin fái íslenska dreifingu á næstunni.

4. AIRPLANE! (1980)

Zucker-bræður
voru einu sinni ókrýndir kóngar grínmyndanna. Seinasta góða myndin
þeirra var BASEketball en síðan tóku við myndir eins og My Boss’
Daughter og Scary Movie 3 og 4. Airplane! er samt klárlega næstbesta
myndin þeirra. Ýmsar senur úr henni eru með þeim fyndnari sem ég hef á
ævi minni séð. Ég verð þó að játa, hún eldist frekar illa og það hefur
áhrif á sumt grínið. Auk þess efa ég að aðrir en kvikmyndanördar og
menn yfir fertugt þekkja tilvísanirnar í Airport-myndirnar og From Here
to Eternity. Myndin svínvirkar samt og það er einnig gaman að sjá hvað
Leslie Nielsen var fyndinn í gamla daga, áður en hann fór að gera
skítabletti eins og Dracula: Dead n’ Loving it, 2001: A Space Travesty,
Mr. Magoo og Spy Hard svo aðeins örfár séu nefndar.

Wrongfully Accused var samt pííínu fyndin.

3. SPACEBALLS (1987)

Þessi
er og verður alltaf klassísk. Hún virkar ótrúlega vel sem feitt grín á
Star Wars heiminn en líka sem kómískt geimævintýri. Ég vildi einmitt að
fleiri „spoof“ myndir tækju þessa oftar til fyrirmyndar. Spaceballs
inniheldur sínar eigin persónur, frekar en að skíra alla sömu nöfnum og
í Star Wars (eins og Spartans gerði við 300), og þær persónur eru
undarlega litríkar og skemmtilegar. Það er ekki oft þar sem maður sér
rándýrar grínmyndir en þessi þótti ekki bara vel gerð í brellum á sínum
tíma heldur afar metnaðarfull hvað búningahönnun og sviðsmyndir varða.

2. THE PRINCESS BRIDE (1987)

Önnur
mynd sem er á mörkum þess að vera „spoof“ mynd. Hún gerir allavega grín
að fantasíuævintýrum, og þá á mjög flippaðan hátt. Leikararnir eru
æðislegir og handritið er algjör fjársjóður af húmor. Ég horfði mikið á
þessa mynd í æsku og alveg sama hvað ég set hana oft í tækið þá
þreytist hún aldrei. Leitt að Cary Elwes gerði ekki oftar grínmyndir.



1. TOP SECRET (1984)

Hin
fullkomna dellumynd að mínu mati og ábyggilega uppáhalds grínmyndin mín
punktur! Ég get endalaust hlegið að henni (Pacman-atriðið fræga lét mig
veltast um allt gólf þegar ég sá hana fyrst) og finnst hún eldast bara
mátulega vel. Það er erfitt að fíla ekki svona steiktan húmor þar sem
bröndurum er fleygt framan í áhorfandann á bókstaflega hverri mínútu!
Myndin tekur skot á Elvis Presley-myndir og gerir það með hvílíkum
stæl. Söngurinn hjá Val Kilmer í þessari mynd varð líka til þess að
hann fékk Jim Morrison hlutverkið. Eða það held ég a.m.k.


(Stórkostleg sena. Vel gerð líka)

Aðrar góðar:

– Blazing Saddles
– Young Frankenstein
– The Naked Gun
– This is Spinal Tap

Hverjar eru þínar uppáhalds „spoof“ myndir?