Áhorf vikunnar (16.-22. maí)

Sama ruglið, annað eldfjall. En hvað um það! Það er kominn sá tími þar sem þið leyfið öðrum kvikmyndafíklum að lesa um það sem þið horfðuð á í vikunni síðast. Voða saklaust og gaman, endilega verið memm.

Þið munið: Titill, einkunn og komment. Mín vika var heldur róleg að sinni, ekki útaf leti (þó svo að letin hefði tæknilega séð verið að hluta til innifalin í glápinu) heldur vinnu og ýmislegu öðru. Þetta lítur einhvern veginn svona út hjá mér:

Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides – 4/10
Þessi mynd sló mig svolítið í hausinn og lét mig átta mig á tvennu.
1: Ég vissi ekki að það væri hægt að sakna Orlando Bloom svona mikið!
2: Ian McShane, harður gaur með ótrúlega svala rödd, þarf að vera VIRKILEGA áhugalaus um myndina til að vera jafn líflaus og hann er hér.

Bridesmaids – 7/10
Ímyndið ykkur Sex and the City sem karlmenn gætu fílað.

EDtv (1. áhorf í u.þ.b. 7 ár) – 6/10
Ron Howard hefur góða og slæma daga þegar kemur að gamanmyndum, en þessi hallast meira í átt að góðu. Myndin er skemmtileg satíra í sjálfu sér en lausn allra vandamála voru flýtt og ekki alveg nógu fullnægjandi. Woody Harrelson stal þó senunni.

Svo bara enn meira hlass af Shirley Temple-myndum, sem ég horfði á þegar tími losnaði. Ekkert sem þarf að kafa nánar út í.

Sá svo líka X-Men: First Class. Nánari krufning um hana á næstu dögum.

Þið núna (Jónas, Sölvi, Sigurjón, Ásgeir og fleiri):

Áhorf vikunnar (16.-22. maí)

Sama ruglið, annað eldfjall. En hvað um það! Það er kominn sá tími þar sem þið leyfið öðrum kvikmyndafíklum að lesa um það sem þið horfðuð á í vikunni síðast. Voða saklaust og gaman, endilega verið memm.

Þið munið: Titill, einkunn og komment. Mín vika var heldur róleg að sinni, ekki útaf leti (þó svo að letin hefði tæknilega séð verið að hluta til innifalin í glápinu) heldur vinnu og ýmislegu öðru. Þetta lítur einhvern veginn svona út hjá mér:

Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides – 4/10
Þessi mynd sló mig svolítið í hausinn og lét mig átta mig á tvennu.
1: Ég vissi ekki að það væri hægt að sakna Orlando Bloom svona mikið!
2: Ian McShane, harður gaur með ótrúlega svala rödd, þarf að vera VIRKILEGA áhugalaus um myndina til að vera jafn líflaus og hann er hér.

Bridesmaids – 7/10
Ímyndið ykkur Sex and the City sem karlmenn gætu fílað.

EDtv (1. áhorf í u.þ.b. 7 ár) – 6/10
Ron Howard hefur góða og slæma daga þegar kemur að gamanmyndum, en þessi hallast meira í átt að góðu. Myndin er skemmtileg satíra í sjálfu sér en lausn allra vandamála voru flýtt og ekki alveg nógu fullnægjandi. Woody Harrelson stal þó senunni.

Svo bara enn meira hlass af Shirley Temple-myndum, sem ég horfði á þegar tími losnaði. Ekkert sem þarf að kafa nánar út í.

Sá svo líka X-Men: First Class. Nánari krufning um hana á næstu dögum.

Þið núna (Jónas, Sölvi, Sigurjón, Ásgeir og fleiri):