Eltir sturlaðan vin sinn – ný Johnson mynd fær söguþráð

Vinsælasti og launahæsti leikari vorra tíma, Dwayne Johnson, er nú mættur á tökustað næstu myndar sinnar, Rampage, en myndin verður tekin upp í Atlanta í Bandaríkjunum.

Frumsýning er áætluð 20. apríl árið 2018.

Þetta er þriðja myndin sem Johnson, eða The Rock eins og hann er stundum kallaður, gerir með leikstjóranum og framleiðandanum Brad Peyton og meðframleiðandanum Beau Flynn. Síðasta mynd þeirra var jarðskjálftatryllirinn San Andreas.

Nýlega birtist myndin hér að ofan, sem var fyrsta myndin af tökustað, og sýnir Johnson og leikarann sem leikur apann George. Nú er hinsvegar búið að birta opinberan söguþráð, en þar koma áhugaverðar upplýsingar fram um persónu Johnson í myndinni, Davis Okoye.

Lestu söguþráðinn hér fyrir neðan:

„Prímatafræðingurinn Davis Okoye, sem er maður sem heldur fólki alltaf í ákveðinni fjarlægð frá sér, binst silfurbaks-górillunni George traustum böndum, en Okoye hefur fóstrað George frá fæðingu.

En þegar róttæk tilraun fer úrskeiðis þá breytist apinn í brjálað skrímsli. Til að bæta gráu ofaná svart, þá uppgötvast að til eru fleiri apar sem svipað er ástatt um. Á sama tíma og þessir sturluðu apar æða um Bandaríkin, og eyða öllu sem á vegi þeirra verður, þá slæst Okoye í lið með erfðafræðingi sem má muna sinn fífil fegurri, til að reyna að finna móteitur. Nú þarf hann að berjast gegn faraldrinum, koma í veg fyrir alheims ringulreið, og bjarga skrímslinu, sem var eitt sinn vinur hans.“

Aðrir helstu leikarar eru Óskarstilnefnda leikkonan Naomie Harris (Moonlight), Malin Akerman ( sjónvarpsþættirnir Billions), Jake Lacy ( sjónvarpsþættirnir Girls), Joe Manganiello ( sjónvarpsþættirnir True Blood) og Jeffrey Dean Morgan ( sjónvarpsþættirnir The Walking Dead); ásamt P.J. Byrne (The Wolf of Wall Street), Marley Shelton (Solace), Breanne Hill (San Andreas), Jack Quaid (The Hunger Games: Catching Fire), og Matt Gerald ( sjónvarpsþættirnir Daredevil).

Handrit skrifa þeir Ryan Engle og Adam Sztykiel, eftir sögu Ryan Engle, sem byggð er á tölvuleiknum Rampage.

 

Day 1. Kicking off production. #RAMPAGE. In our story we have three animals (gorilla, crocodile and a wolf) who fall victim to evil genetic editing, rapidly changing every strand of their DNA so they grow, evolve and mutate. Everything becomes amplified.. their size, strength, speed, agility.. and violent aggression. One of the animals infected – a rare Albino gorilla named, George, is my best friend. George, is played by 6’9 @tallie7487, (Jason Liles, pictured here). Jason has been studying gorillas for months now preparing for this motion capture role. Gorilla movements, body language, and all emotions – joy, pain, sadness, love, aggression etc. It’s insane when you get around this man and how he’s able to brilliantly embody a gorilla. This is the most fascinating advanced VFX/motion cap process I’ve ever worked with in my career. Incredible learning curve for me. We have the best mo-cap team in the world (WETA Digital) working on our gigantic RAMPAGE MONSTERS and you’ll get a taste of this new technology in the upcoming WAR FOR THE PLANET OF THE APES as well as James Cameron’s AVATARS. With all the cool advanced technology in our movie, the #1 thing you’re gonna experience when you watch it, is FUN. Because when my best friend, George no happy, then me no happy. And when me no happy.. bad people become our lunch. #Day1 #KickingOffProduction #RAMPAGE🦍

A post shared by therock (@therock) on