Náðu í appið

Tilnefningar til Óskarsverðlauna kynntar í nítugasta sinn

Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru kynntar í nótt í nítugasta sinn. Leikarinn Andy Serkins og leikkonan Tiffany Haddish fengu þann heiður að kynna þær ásamt Cheryl Boone Isaacs, forseta Akademíunnar, sem var þeim innan handar. Einnig komu fram Rosario Dawson, Salma Hayek, Priyanka Chopra, Michelle Rodriguez, Gal Gadot, Zoe Saldana, Molly Shannon, Michelle Yeoh og Rebel Wilson.

Brotið var blað í 90 ára sögu verðlaunanna þegar kynnt var að Rachel Morrison fengi tilnefningu fyrir bestu kvikmyndatöku. Aldrei áður hefur kona fengið tilnefningu í þessum virta flokki. Morrison sá um kvikmyndatöku við myndina Mudbound sem fær í heildina fjórar tilnefningar.

Kvikmyndin The Shape of Water í leikstjórn Guillermo del Toro er með flestar tilnefningar, eða 13 talsins. Myndin er m.a. tilnefnd í flokki besta kvikmynd, besta kvikmyndahandrit og besta leikstjórn. Leikkonurnar Sally Hawkins og Octavia Spencer fá einnig tilnefningu fyrir hlutverk sín í myndinni.

Kvikmyndin Three Billboards Outside Ebbing, Missouri, sem vann Golden Globe-verðlaun fyrir bestu dramamynd, fær 7 tilnefningar. Allir helstu leikarar myndarinnar eru tilnefndir fyrir hlutverk sín. Þar á meðal er leikkonan Frances McDormand sem hreppti einnig verðlaun á Golden Globe-hátíðinni.

Athygli vekur að bæði leikstjóri og aðalleikari kvikmyndarinnar The Post, þeir Steven Spielberg og Tom Hanks, fá ekki tilnefningu fyrir framlög sín. Aftur á móti fær Meryl Streep að sjálfsögðu tilnefningu fyrir hlutverk sitt í myndinni og er þetta hennar 21 Óskarstilnefning.

Sænska kvikmyndin The Square er tilnefnd í flokki bestu erlendra mynda. Star Wars: The Last Jedi fær fjórar tilnefningar tengdar hljóði og tæknibrellum.

Leikarinn James Franco, sem hefur hlotið lof og verðlaun fyrir hlutverk sitt í The Disaster Artist fær ekki tilnefningu.

Hér að neðan má sjá allar tilnefningar til Óskarsverðlauna 2018. Hátíðin fer síðan fram þann 4. mars næstkomandi.

Besta kvikmynd:

“Call Me by Your Name”
“Darkest Hour”
“Dunkirk”
“Get Out”
“Lady Bird”
“Phantom Thread”
“The Post”
“The Shape of Water”
“Three Billboards Outside Ebbing, Missouri”

 

Besti leikari í aðalhlutverki:

Timothée Chalamet, “Call Me by Your Name”
Daniel Day-Lewis, “Phantom Thread”
Daniel Kaluuya, “Get Out”
Gary Oldman, “Darkest Hour”
Denzel Washington, “Roman J. Israel, Esq.”

Besta leikkona í aðalhlutverki:

Sally Hawkins, “The Shape of Water”
Frances McDormand, “Three Billboards Outside Ebbing, Missouri”
Margot Robbie, “I, Tonya”
Saoirse Ronan, “Lady Bird”
Meryl Streep, “The Post”

Besti leikari í aukahlutverki:

Willem Dafoe, “The Florida Project”
Woody Harrelson, “Three Billboards Outside Ebbing, Missouri”
Richard Jenkins, “The Shape of Water”
Christopher Plummer, “All the Money in the World”
Sam Rockwell, “Three Billboards Outside Ebbing, Missouri”

Besta leikkona í aukahlutverki:

Mary J. Blige, “Mudbound”
Allison Janney, “I, Tonya”
Lesley Manville, “Phantom Thread”
Laurie Metcalf, “Lady Bird”
Octavia Spencer, “The Shape of Water”

Besti leikstjóri:

“Dunkirk,” Christopher Nolan
“Get Out,” Jordan Peele
“Lady Bird,” Greta Gerwig
“Phantom Thread,” Paul Thomas Anderson
“The Shape of Water,” Guillermo del Toro

Besta teiknimynd í fullri lengd:

“The Boss Baby”
“The Breadwinner”
“Coco”
“Ferdinand”
“Loving Vincent”

Besta stutta teiknimynd:

“DeKalb Elementary”
“The Eleven O’Clock”
“My Nephew Emmett”
“The Silent Child”
“Watu Wote/All of Us”

Besta handrit byggt á áður útgefnu efni:

“Call Me by Your Name,” James Ivory
“The Disaster Artist,” Scott Neustadter & Michael H. Weber
“Logan,” Scott Frank & James Mangold and Michael Green
“Molly’s Game,” Aaron Sorkin
“Mudbound,” Virgil Williams and Dee Rees

Besta frumsamda handrit:

“The Big Sick,” Emily V. Gordon & Kumail Nanjiani
“Get Out,” Jordan Peele
“Lady Bird,” Greta Gerwig
“The Shape of Water,” Guillermo del Toro, Vanessa Taylor
“Three Billboards Outside Ebbing, Missouri,” Martin McDonagh

Besta kvikmyndataka:

“Blade Runner 2049,” Roger Deakins
“Darkest Hour,” Bruno Delbonnel
“Dunkirk,” Hoyte van Hoytema
“Mudbound,” Rachel Morrison
“The Shape of Water,” Dan Laustsen

Besta heimildarmynd í fullri lengd:

Besta stutta heimildarmynd:

“Edith+Eddie”
“Heaven is a Traffic Jam on the 405”
“Heroin(e)”
“Knife Skills”
“Traffic Stop”

Besta leikna stuttmynd:

“Dear Basketball”
“Garden Party”
“Lou”
“Negative Space”
“Revolting Rhymes”

Besta erlenda kvikmynd:

“A Fantastic Woman” (Chile)
“The Insult” (Lebanon)
“Loveless” (Rússland)
“On Body and Soul (Ungverjaland)
“The Square” (Svíþjóð)

Besta klipping:

“Baby Driver,” Jonathan Amos, Paul Machliss
“Dunkirk,” Lee Smith
“I, Tonya,” Tatiana S. Riegel
“The Shape of Water,” Sidney Wolinsky
“Three Billboards Outside Ebbing, Missouri,” Jon Gregory

Besta hljóðvinnsla:

“Baby Driver,” Julian Slater
“Blade Runner 2049,” Mark Mangini, Theo Green
“Dunkirk,” Alex Gibson, Richard King
“The Shape of Water,” Nathan Robitaille
“Star Wars: The Last Jedi,” Ren Klyce, Matthew Wood

Besta hljóðblöndun:

“Baby Driver,” Mary H. Ellis, Julian Slater, Tim Cavagin
“Blade Runner 2049,” Mac Ruth, Ron Bartlett, Doug Hephill
“Dunkirk,” Mark Weingarten, Gregg Landaker, Gary A. Rizzo
“The Shape of Water,” Glen Gauthier, Christian Cooke, Brad Zoern
“Star Wars: The Last Jedi,” Stuart Wilson, Ren Klyce, David Parker, Michael Semanick

Besta listræna stjórnun:

“Beauty and the Beast”
“Blade Runner 2049″
“Darkest Hour”
“Dunkirk”
“The Shape of Water”

Besta kvikmyndatónlist:

“Dunkirk,” Hans Zimmer
“Phantom Thread,” Jonny Greenwood
“The Shape of Water,” Alexandre Desplat
“Star Wars: The Last Jedi,” John Williams
“Three Billboards Outside Ebbing, Missouri,” Carter Burwell

Besta lag:

“Mighty River” from “Mudbound,” Mary J. Blige
“Mystery of Love” from “Call Me by Your Name,” Sufjan Stevens
“Remember Me” from “Coco,” Kristen Anderson-Lopez, Robert Lopez
“Stand Up for Something” from “Marshall,” Diane Warren, Common
“This Is Me” from “The Greatest Showman,” Benj Pasek, Justin Paul

Besta hár og förðun:

“Darkest Hour”
“Victoria and Abdul”
“Wonder”

Besta búningahönnun:

“Beauty and the Beast”
“Darkest Hour
“Phantom Thread”
“The Shape of Water”
“Victoria and Abdul”

Bestu tæknibrellur: