Þessi bíó opna aftur 4. maí – En hvað verður í sýningum?

Útvalin kvikmyndahús á Íslandi munu opna dyrnar sínar á ný þann 4. maí eftir að tilslakanir á samkomubanni taka gildi. Liðinn er rúmur mánuður síðan öllum bíóum landsins var lokað en á næstu vikum verður 50 manna hámark í hverjum sal.

„Við höfum fengið mikið af fyrirspurnum um hvenær við munum opna á ný, og fundið fyrir söknuð viðskiptavina að geta kíkt í bíó,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, framkvæmdastjóri kvikmyndahúsa Senu í fréttatilkynningu og kemur þar einnig fram að lögð verði áhersla á sótthreinsun og verður boðið upp á hanska fyrir þau sem óska þess.

Í samtali við Morgunblaðið segir Árni Samú­els­son, for­stjóri Sambíóanna, að hann hafi orðið var við að sum­ir bíði eft­ir að kom­ast út og í bíó, eft­ir all­an þenn­an tíma. Þá bætir hann við að metið verður eftir aðsókn fyrstu viknanna hvernig framhald starfseminnar verður.

Þau bíó sem opna aftur á mánudaginn eru Smárabíó, Laugarásbíó og Sambíóin, Álfabakka.

Hvað verður í sýningum?

Margir hverjir velta eflaust fyrir sér hvaða kvikmyndir verði í sýningum, nú og á næstunni, í ljósi þess að helstu stórmyndir sumarsins hafa fallið af frumsýningarplaninu vegna kórónuveirunnar. Á meðal þeirra mynda sem upphaflega hefðu verið í sýningum á þessu tímabili eru No Time To Die, A Quiet Place: Part II og Black Widow.

Undirbúningur áætlana stendur yfir hjá aðstandendum bíóhúsanna og herma heimildir Kvikmyndir.is að komi til greina að bjóða upp á ýmis konar sérsýningar á fjölbreyttum titlum, eldri og nýjum, að öllu óbreyttu.

Meira um það verður tilkynnt síðar en frá og með mánudeginum geta Íslendingar endurnýjað kynnin við gamanmyndina The Hangover frá 2009. Hún verður meðal annars sýnd í VIP salnum í Álfabakka.

Hér má sjá dagskrá eftirfarandi kvikmyndahúsa frá og með 4. maí

Bad Boys for Life

Bad Boys for Life

Bloodshot

Bloodshot

The Call of the Wild

The Call of the Wild

The Hangover

The Hangover

Hvolpasveitin – Ofurhvolpar

Paw Patrol: Mighty Pubs

The Invisible Man

The Invisible Man

Jojo Rabbit

Jojo Rabbit

Little Women

Little Women

Onward (m. íslensku og ensku tali)

Áfram

Síðasta veiðiferðin

Síðasta veiðiferðin

Sonic the Hedgehog (m. íslensku og ensku tali)

Sonic the Hedgehog

The Way Back

The Way Back

Sýningartímarnir verða – sem fyrr – allir aðgengilegir á Kvikmyndir.is þegar bíóin opna á ný.