Upprunalegi Boba Fett látinn

Breski leikarinn Jeremy Bulloch lést í gær, 75 ára að aldri, en hann er mörgum Stjörnustríðsunnendum kunnugur sem mannaveiðarinn Boba Fett. Bulloch hafði átt við heilsuvandamál að stríða og hafði einnig glímt við Parkinsons-sjúkdóminn um nokkurra ára skeið.

Ferill Bullochs og sjónvarpi spannaði hálfa öld en auk Stjörnustríðs lék hann í James Bond myndinni Octopussy árið 1983 og sjónvarpsþáttum á borð við Dr. Who á sjöunda áratug síðustu aldar.

Á skömmum tíma hafa tveir leikarar fallið frá sem túlkuðu þekktar persónur í þessum kvikmyndabálki. Leikarinn David Prowse lést seint í nóvember, 85 ára gamall, og er hann maðurinn (en þó ekki röddin) sem lék Svarthöfða.

Mark Hamill, sem lék Luke Skywalker, minnt­ist Bullochs á Twitter og lýsti yfir þakklæti sínu fyrir að hafa fengið að kynnast leikaranum.