Kjöthakk plataði Þjóðverja

Hin sögulega kvikmynd Operation Mincemeat var frumsýnd í vikunni, en hún byggir á kostulegri sögu úr seinna stríði.

Árið 1943, þegar Seinni heimsstyrjöldin stóð sem hæst, þá suðu breskir leyniþjónustumenn saman flókna áætlun til að sannfæra Þjóðverja um að bandamenn hefðu í hyggju að ráðast inn í Grikkland fremur en Sikiley. Áætlunin, sem kölluð var Kjöthakksáætlunin (operation mincemeat) samanstóð af því að koma fyrir fölsuðum skjölum í líki og setja það svo á flot inn á spænskt hafsvæði. Markmiðið var að pappírarnir enduðu í höndum Þjóðverja.

The new Operation Mincemeat film stars Matthew MacFadyen and Colin Firth as the scheme's two masterminds Ewen Montagu and Charles Cholmondeley (Credit: Alamy)
Matthew Macfadyen og Colin Firth.

Gögnin rötuðu alla leið til Hitlers, foringja Nasista, sem lagði trúnað á skjölin með þeim afleiðingum að hann skipaði skriðdrekadeildum, stórskotaliði og herskipum að verja Grikkland, Sardiníu og Balkanlöndin. Þegar bandamenn réðust á Sikiley þann 10. júlí árið 1943 kom það Nasistum því algjörlega í opna skjöldu.

Hugvitsamlega gert

Blekkingin tókst að hluta af því að gögn njósnaranna, sem stóðu að verkefninu, þeirra Ewan Montago og Charles Cholmondeley, voru svo hugvitsamlega samansett og upphugsuð.  Þeir bjuggu til sannfærandi forsögu fyrir líkið, þar á meðal alveg nýtt persónueinkenni. Nárinn var upphaflega heimilislaus maður að nafni Glyndwr Michael sem hafði dáið eftir að hafa neytt rottueiturs. Honum var umbreytt í William Martin, foringja í breska sjóhernum. Þeir gáfu honum ekki aðeins nafn og titil heldur einnig heilt lífshlaup auk þess sem kærasta beið hans heima fyrir.

Reffilegur Firth í hergallanum.

Fær þrjár stjörnur

Breska blaðið The Guardian gefur myndinni þrjár stjörnur af fimm mögulegum og segir að tímanum sé vel varið í áhorfið. Þar segir einnig að myndin sé enn ein breska myndin sem gerist heima fyrir á stríðstíma, rétt eins og Munich: The Edge of War, Their Finest, The Imitation Game og Darkest Hour, sem allar hafi líklega sótt innblástur í velgengni Óskarsmyndarinnar The King’s Speech. Hún snýst einmitt um andann heima fyrir í Bretlandi á stríðstímum og pólitíska refskák, fremur en átök á vígvellinum.

Þá er gaman að geta þess að Colin Firth er í aðalhlutverki í Operation Mincemeat rétt eins og í The King´s Speech.

Aðrir helstu leikarar í Operation Mincemeat eru Matthew Macfadyen, Kelly MacDonald og Jason Isaacs en leikstjóri er Shakespeare in Love leikstjórinn John Madden.