Risaeðlur ráðast á toppinn

Á Íslandi líkt og víða annars staðar í heiminum eru það risaeðlurnar í Jurassic World: Dominion sem ráða ríkjum. Myndin fór rakleiðis á topp íslenska aðsóknarlistans um síðustu helgi og rakaði inn rúmum sex milljónum króna í tekjur. Bíógestir voru tæplega fjögur þúsund.

Myndin var sýnd í tólf sölum um helgina, rétt eins og myndin í öðru sæti, fyrrum toppmyndin Top Gun: Maverick. Tekjur hennar um helgina voru tæplega 3,5 milljónir króna.

Ógnvænleg skepna.

Bíómyndin með mestar tekjur samanlagt á íslenska listanum er Doctor Strange in the Multiverse of Madness með rúmlega 51 milljón króna. Í humátt á eftir kemur íslenska kvikmyndin Allra síðasta veiðiferðin með 45 milljónir króna.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlisann í heild sinni hér fyrir neðan: