Sjö kvikmyndir eins og Where the Crawdads Sing

Ráðgátan, spennutryllirinn og dramað Where the Crawdads Sing, eða Þar sem krabbarnir syngja, í lauslegri íslenskri snörun, var frumsýnd í vikunni í íslenskum bíóhúsum.

Myndarinnar hefur lengi verið beðið enda er hún gerð eftir geysivinsælli samnefndri skáldsögu Delia Owens.

Opinber söguþráður er þessi: Kya Clark, sem bæjarbúum í Barkley Cove þykir dularfull og óútreiknanleg, og gengur undir nafninu March Girl, er yfirgefin ung af fjölskyldu sinni. Myndin segir frá uppvexti hennar á sjötta áratug tuttugustu aldarinnar í suðurríkjum Bandaríkjanna. Dag einn finnst maður myrtur sem Kya átti eitt sinn í ástarsambandi við og hún er nú grunuð um verknaðinn.

Uppvaxtarsögur

Fyrir þá sem eru að velta fyrir sér bíóferð á myndina um helgina eða næstu daga þá gæti hjálpað að nefna aðrar svipaðar myndir, þ.e. myndir sem segja uppvaxtarsögu en eins og Collider bendir á þá njóta slíkar sögur mikilla vinsælda því fólk á gjarnan auðvelt með að tengja við þær.  Og ekki skemmir fyrir þegar inn í sögurnar blandast eitthvað misjafnt, dramatískt og dularfullt.

Collider tók saman þessar sjö svipuðu myndir:

  1. Kill Your Darlings. (2013)

Myndin fjallar um upphafsár Beat kynslóðarinnar svokölluðu í Bandaríkjunum og sagt er frá því þegar skáldin Allen Ginsberg, sem Daniel Radcliffe leikur, og William S. Burroughs, sem Ben Foster leikur, flækjast í alræmt morðmál þegar æskuvinur Burroughs, David Kammerer, er myrtur af manninum sem hann elskaði, Lucien Carr.

Eftir að faðir hans deyr í bílslysi, þá fer allt úr skorðum hjá Kale Brecht, og hann þarf að sæta því að fara í stofufangelsi fyrir að lemja spænskukennara sinn. Þar sem hann hefur nú ekkert betra að gera, þá byrjar hann að njósna um nágranna sína. Kvöld eitt, þá verður hann vitni að einhverju sem lítur út eins og morð í húsi Hr. Turner. Kale verður heltekinn af því að komast að hinu sanna í málinu og eftir hafa nokkrum sinnum rekst á Turner, þá verður þetta spurning um líf eða dauða. Hin spurningin er sú: Hver er að fylgjast með hverjum?…

Carrie White er feimin ung stúlka sem á erfitt með að eignast vini. Eftir að skólafélagar hennar stríða henni vegna viðbragða hennar við því þegar hún byrjar á blæðingum í fyrsta skipti, þá aumkar ein skólasystir hennar sig yfir hana, og lætur kærasta sinn, aðal töffarann í skólanum, bjóða henni á lokaballið í skólanum. Á sama tíma er önnur stúlka sem ekki fær að fara á ballið vegna þess hve hún hefur sýnt árásargjarna hegðun, ekki eins blíð gagnvart Carrie, og skipuleggur atriði til að gera lítið úr Carrie fyrir framan allan skólann. Það sem hún veit ekki er að Carrie er með sérstaka hæfileika, og þú vilt ekki reita hana til reiði ….

Mikael Blomkvist er blaðamaður sem dag einn tekur að sér að rannsaka 40 ára gamalt hvarf stúlku einnar, frænku auðkýfings að nafni Henrik, en hann hefur reynt að ráða gátuna upp á eigin spýtur í öll þessi ár án árangurs. Mikael sér fljótlega að málið er athyglisvert, ekki síst vegna þess að hann byrjar að fá aðstoð frá dularfullri ungri stúlku sem kann ekki bara á tölvur heldur virðist búa yfir einhverri sértækri þekkingu á þessu tiltekna máli …

Þegar hin 11 ára gamla Gitty kemst að því að ástkær faðir hennar felur mann sem getur látið óskir rætast, á búgarðinum, í þeim tilgangi að reyna að bjarga bænum úr vandræðum, þá neyðist hún til að velja á milli þess að bjarga lífi mannsins, eða að vernda fjölskyldu sína frá afleiðingum gjörða sinna.

  • Jasper Jones (2017)

Charlie Bucktin er fjórtán ára gamall drengur sem leikur sér með besta vini sínum Jeffery Lu og reynir að ganga í augun á æskuástinni, Eliza Wishhart. Kvöld eitt er hann vakinn af olnbogabarni bæjarsins, Jasper Jones, sem orðið hefur fyrir kynþáttaníði vegna þess að hann er af frumbyggjaættum.

Hann sannfærir Charlie um að stelast út og leiðir hann að líki kærustu sinnar, Laura Wishart. Strákarnir ákveða að fela líkið í nálægri á, vitandi að Jasper verður kennt um morðið, og þeir heita því að leita uppi morðingjann. Þetta hefur mikil áhrif á uppvaxtarárin framundan og samskiptin við Eliza og fullorðna fólkið.

Kona haldin víðáttufælni sem býr ein í New York borg, byrjar að njósna um nágranna sína, og verður þá vitni að ofbeldi.