Beast – Stundum er það alvöru skrímsli sem býr til skrjáfið

Idris Elba fer fyrir einvalaliði leikara í þessum æsispennandi trylli um föður sem, ásamt tveimur
dætrum sínum á táningsaldri, lendir á flótta undan gríðarlega stóru ljóni sem virðist staðráðið í
því að sanna að Savanna sé undir yfirráðum þess. Stundum er skrjáfið í runnanum í raun og veru
skrímsli.

Myndin verður frumsýnd á morgun miðvikudag í SAM bíóunum, Laugarásbíói, Háskólabíói og Smárabíói.

Bundið um sárin.

Nýlega orðinn ekkill

Elba leikur dr. Nate Daniels, sem nýlega er orðinn ekkill og snýr aftur til Suður-Afríku þar sem hann fyrst hitti konuna sína. Ferðin hefur verið lengi í undirbúningi og dætur hans eru með í för. Áfangastaðurinn er verndarsvæði villtra dýra sem gamall fjölskylduvinur og líffræðingur sem sérhæfir sig í villtum dýrum stýrir. Ferðin, sem átti að vera hvíld og heilun, breytist fljótt í ógnvænlega baráttu fyrir lífi og limum þegar ljón, sem sloppið hefur úr klóm veiðiþjófa og lítur á allar mannverur sem óvini, situr um þau.

Óttasleginn Elba.

Halley og Jeffries leika dæturnar

Dætur dr. Daniels eru leiknar af Lyana Halley, sem leikur hina 18 ára gömlu Meredith, og Leah Sava Jeffries, sem leikur hina 13 ára gömlu Norah.

Enn eitt stórvirkið

Beast er enn eitt stórvirkið úr smiðju Baltasars Kormáks, sem hefur haslað sér völl á stóra sviðinu í kvikmyndunum og er á góðri leið með að verða eitt af stóru nöfnunum í Hollywood. Framleiðandinn er ekki af verri endanum, Will Packer, sem hefur komið að framleiðslu mynda á borð við Girls Trip og Ride Along myndaflokknum, auk tíu kvikmynda sem allar hafa verið í fyrsta sæti á frumsýningarhelginni í Bandaríkjunum. Meðal þeirra eru Night School, No Good Deed og Think Like a Man.

Leiktjóri Contraband og 2 Guns

Meðal mynda sem Baltasar Kormákur hefur leikstýrt og framleitt eru Mýrin, Contraband, Djúpið, 2 Guns (með Denzel Washington og Mark Wahlberg), Everest og Adrift.

Baltasar hefur margoft verið tilnefndur til verðlauna um víða veröld fyrir list sína og hlotið verðlaun á virtum kvikmyndahátíðum á borð við San Sebastian á Spáni, Locarno á Ítalíu, Karlovy Vary Tékklandi, Istanbúl í Tyrklandi, Gautaborg í Svíþjóð, CinemaCon í Bandaríkjunum, Berlín í Þýskalandi, auk þess sem hann hefur unnið Edduna ítrekað.


Fróðleikur

  • Árið 2001 útnefndi European Film Promotion Baltasar Kormák eina af rísandi stjörnum evrópskrar kvikmyndagerðar.
  • Idris Elba var plötusnúður og gekk undir nafninu „Big Driis the Londoner“.
  • Idris Elba hefur verið sjóðheitur aðdáandi Lundúnaliðsins Arsenal frá 15 ára aldri þótt hann hafi aðeins farið á tvo leiki með liðinu.
  • Á níunda áratug síðustu aldar vann Idris Elba hjá Ford bílaframleiðandanum í Bretlandi.
  • Daniel Craig stakk upp á því að Elba gæti orðið næsti James Bond. Elba sýndi því ekki mikinn áhuga.
  • Í júní 2016 lýsti Elba, ásamt Sir John Hurt, Helenu Bonham Carter, Keiru Knightley og Cöru Delevingne, yfir stuðningi við áframhaldandi veru Bretlands í ESB í aðdraganda Brexit-atkvæðagreiðslunnar.

    Aðalhlutverk:

Idris Elba, Sharlto Copley, Iyana Halley og Leah Jeffries.