Sundlaugar og sumarljós – Nýr þáttur af Bíóbæ!

Splunkunýr þáttur af kvikmyndaþættinum Bíóbæ var frumsýndur á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í vikunni og nú er hann einnig kominn hér inn á kvikmyndir.is.

Í þættinum ræða umsjónarmenn um nýju Ruben Östlund myndina Triangle of Sadness sem vann Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi á þessu ári – en það er í annað skiptið sem Östlund fær þau verðlaun.

Sara Dögg Ásgeirsdóttir ræðir við umsjónarmenn þáttarins, Gunnar Anton og Árna Gest.

Svo tekur við nýja Viola Davis myndin The Woman King; sem fær frábæra dóma frá gagnrýnendum en hefur fengið aðeins mildari viðtökur frá pöpulnum.

Tveir gestir

Svo fáum þeir TVO gesti! Annars vegar Söru Dögg Ásgeirsdóttur sem leikur í Sumarljós og svo kemur nóttin, nýju myndinni hans Elfars Aðalsteins, og hinsvegar Jón Karl Helgason sem var að frumsýna nýju heimildarmyndina sína Sundlaugasögur.

Horfðu á þáttinn hér fyrir neðan: