Villibráð áfram á mikilli siglingu

Íslenska kvikmyndin Villibráð situr áfram á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans og er nú komin með tæplega fimmtíu miljónir króna í heildartekjur eftir þrjár vikur í sýningum. Um síðustu helgi sáu tæplega fjögur þúsund manns myndina og tekjurnar voru um 8,5 milljónir króna.

Fjör í partýi.

Avatar yfir 100 mkr.

Avatar: The Way of Water, toppmynd síðasta árs, er nú komin með um 105 milljónir króna í heildartekjur en um síðustu helgi mættu 2.500 manns í bíó að sjá myndina. Myndin er búin að vera í sex vikur í sýningum. Í þriðja sætinu, rétt eins og í síðustu viku er það Stígvélaði kötturinnn, eða Puss in Boots: The Last Wish, með 3,3 milljónir í tekjur og um 2.500 gesti. Heildartekjur kattarins eru nú orðnar 22 milljónir króna.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: