Ævintýraleg byrjun Dýflissa og dreka

Ævintýramyndin Dungeons and Dragons Honor Among Thieves fór ný á lista alla leið á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi. Myndin er hin besta skemmtun, fyndin og fjörug eins og Kvikmyndir.is komst að um helgina.

Skrautlegt gengi í björgunarleiðangri. Persóna Hugh Grant heldur dóttur Chris Pine fanginni í kastala sínum.

Hinn eitilharði leigumorðingi John Wick þurfti, þótt ólseigur sé, að sætta sig við að detta niður í annað sæti aðsóknarlistans, þó aðeins hafi munað einni milljón á tekjum myndanna tveggja á toppnum.

Þriðja sætið enn og aftur hlýtur svo íslenska verðlaunamyndin Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson, en aðalleikarinn Þröst­ur Leó Gunn­ars­son hlaut verðlaun ít­ölsku kvik­mynda­hátíðar­inn­ar BIF á dögunum.

Óráð beint í fjórða sætið

Hin nýja myndin sem frumsýnd var um helgina, Óráð, fór beint í fjórða sæti listans með rúma eina milljón króna í tekjur. Kvikmyndir.is sá þá mynd einnig og mælir heilshugar með henni.

Sjáð listann í heild sinni hér að neðan: