Skór, særingar og svepparíki

Þrjár nýjar og spennandi kvikmyndir eru komnar í bíó nú um Páskahelgina en óhætt er að segja að þær séu talsvert ólíkar.

Fyrst ber að nefna Air, sem kvikmyndir.is fór að sjá og skemmti sér mjög vel yfir.

Þar er sagt frá því þegar körfuboltasérfræðingur Nike leggur allt undir til að krækja í samning við upprennandi stórstjörnuna Michael Jordan þegar hann er aðeins 18 ára gamall og um það bil að taka sín fyrstu skref í NBA deildinni í Bandaríkjunum.

Á þeim tíma var Nike með 17% markaðshlutdeild í körfuboltaskóm í Bandaríkjunum en Converse og Adidas með það sem eftir stóð. Samningurinn átti eftir að umbylta íþróttinni og fyrirtækinu sjálfu.

Air (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4

Saga körfuboltasérfræðingsins Sonny Vaccaro hjá Nike og hvernig hann náði að tryggja fyrirtækinu samning við einn besta körfuboltamann allra tíma; Michael Jordan. Um leið umbylti hann íþróttaheiminum og íþróttamenningunni með Air Jordan vörumerkinu. ...

Íslandsvinurinn ástralski, Óskarsverðlaunahafinn Russell Crowe, er svo mættur í sinni fyrstu hrollvekju á ferlinum, The Pope´s Exorcist, þar sem hann leikur prest sem framkvæmir særingar fyrir Vatikanið í Róm.

Vinsælt viðfangsefni

Særingar og andsetið fólk hefur verið vinsælt umfjöllunarefni kvikmynda í gegnum tíðina og er þar skemmst að minnast hinnar sígildu The Exorcist frá 1973 eftir Willieam Friedkin og svo mynda úr The Conjuring flokknum sem eru nær okkur í tíma.

Í The Pope´s Exorcists berst séra Gabriel Amorth við Satan sjálfan en sömuleiðis innri djöfla. Myndin er byggð að hluta á sannsögulegum atburðum.

Amorth var raunverulegur maður sem var skipaður yfirsæringarmaður árið 1992. Til dæmis hefur verið gerð heimildarmyndin The Devil and Father Amorth árið 2017 þar sem William Friedkin fór til ítalska þorpsins Alatri til að horfa á Amorth framkvæma særingar.

Nýja myndin er byggð á tveimur sjálfsævisögum prestsins, An Exorcist Tells His Story og An Exorcist: More Stories.

Amorth segist hafa framkvæmt 160 þúsund særingar á ferlinum þó ekki séu allir til í að taka undir það.

Presturinn lést árið 2016, 91 árs að aldri. Hann samþykkti fyrir andlátið að eftirláta framleiðandanum Michael Patrick kvikmyndarétt bóka sinna, eftir að hafa hafnað mörgum áður.

The Pope's Exorcist (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.1
Rotten tomatoes einkunn 49%

Saga séra Gabriele Amorth, hins goðsagnakennda ítalska prests sem framdi meira en 100.000 særingar fyrir Vatikanið. ...

Þriðja nýja myndin í bíó er um pípulagningamennina Mario og Luigi sem flestir ættu að þekkja úr tölvuleiknum Mario Bros., eða Mario Bræðrum.

Langaðsóknarmesta myndin

Þegar þetta er skrifað er kvikmyndin sú lang aðsóknarmesta í Bandaríkjunum en búist er við því að bíómyndin, sem er fyrsta Mario Bros. kvikmyndin í þrjá áratugi, slái allskonar met.

Samkvæmt kvikmyndasíðunni Deadline þá var aðsóknin frábær á fyrsta degi, 5. apríl, og 66,4 milljónir dala komu í kassann um allan heim, rúmlega helmingur utan Bandaríkjanna. Sló aðsóknin met í tíu mismunandi löndum, þar á meðal var hún aðsóknarmesta teiknimynd á frumsýningardegi í sögunni í Bretlandi og á Spáni.

Myndin er með 96% Audience Score á Rotten Tomatoes vefsíðunni.

Ef heldur áfram sem horfir fyrir myndina þá gæti hún slegið met Sonic the Hedgehog 2 yfir bestu frumsýningarhelgi kvikmyndar sem gerð er eftir tölvuleik.

The Super Mario Bros. Movie (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7
Rotten tomatoes einkunn 59%

Píparinn Mario frá Brooklyn ferðast í gegnum Svepparíkið með prinsessunni Peach og mannlega sveppinum Toad í leit að bróður Mario, Luigi. Markmiðið er að bjarga heiminum frá hinu hrikalega eldspúandi skrímsli Bowser. ...