Allir hverfa úr Demeter

Fyrsta stikla er komin út fyrir Drakúlamyndina Last Voyage of the Demeter en óhætt er að segja að hún láti kaldan hroll hríslast niður eftir bakinu á manni.

Þetta er önnur Drakúlamyndin á stuttum tíma en illlmennið kemur einnig mikið við sögu í Renfield sem kom í bíó á dögunum.

Last Voyage of the Demeter (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.1

Myndin er byggð á einum kafla, The Captain´s Log, úr sígildri sögu Bram Stoker frá 1897, Dracula. Sagan gerist um borð í rússnesku skonnortunni Demeter sem var notuð til að flytja leynilegan farm - tuttugu og fjóra ómerkta viðarkassa - frá Carpathia til Lundúna. Skrýtnir atburðir ...

Myndin byggist á einum hrollvekjandi kafla úr sígildri sögu Bram Stoker, Drakúla, sem heitir The Last Voyage of the Demeter. Hann segir hina hrollvekjandi sögu af kaupskipinu Demeter, sem flutti leynilegan varning, fimmtíu ómerkta kassa frá Carpathia til Lundúna.

Undarlegir hlutir gerast um borð og hin dauðadæmda áhöfn reynir að lifa af sjóferðina þrátt fyrir hinn mikla vágest sem er meðferðis. Þegar Demeter kemur loks að Englandsströndum er lítið eftir af því. Dallurinn er aðeins óásjálegt rekald og áhöfnin öll á bak og burt.

Með helstu hluverk í myndinni fara Corey Hawkins (In the Heights, Straight Outta Compton) sem Clemens, læknir sem verður hluti af áhöfninni, Aisling Franciosi (Game of Thrones, The Nightingale) sem laumufarþegi, Liam Cunningham (Game of Thrones, Clash of the Titans) sem skipstjórinn og David Dastmalchian (Dune, the Ant-Man myndirnar) sem fyrsti stýrimaður.

Aðrir leikarar eru Jon Jon Briones (Ratched, American Horror Story), Stefan Kapicic (Deadpool myndirnar, Better Call Saul), Nikolai Nikolaeff (Stranger Things, Bruised) og Javier Botet (It myndirnar, Mama).

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan. Myndin kemur í bíó á Íslandi 11. ágúst nk.