Myndir sem slógu í gegn í heimalandinu

Norræna kvikmyndahátíðin Hygge mun fara fram í Háskólabíói 4. – 18. maí. Þar verður boðið upp á átta glænýjar kvikmyndir frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíðþjóð.

Lilja Ósk Diðriksdóttir framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir í samtali við Vísi.is að nafn hátíðarinnar fangi stemninguna vel. Hún segir að drama, gaman og smá action einkenni myndirnar en gamanið sé heildarþráðurinn. Hún segir að myndirnar á hátíðinni séu kvikmyndir sem gaman sé að sjá með maka, vinum eða mömmu og eiga góða kvöldstund. „Við Íslendingar tengjum vel við skandinavískan húmor, sem er oft dálítið svartur. Þessar myndir ná til manns og toga aðeins í hjartað. […] Það eiga því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni,“ segir Lilja í samtali við Vísi.is

Sló aðsóknarmet

Lilja segir við kvikmyndir.is að myndirnar séu allar geggjaðar og hafi hver og ein slegið í gegn í sínu heimalandi. „M.a. er hin finnska Sisu og svo danska Underverden 2 sem var að slá aðsóknarmet í Danmörku. Eins erum við með frábærar gamanyndir, rómantík og grín,“ segir Lilja.

Sjáðu stiklu úr Sisu og Underverden 2 hér að neðan, smelltu hér til að skoða allar myndirnar á heimasíðu Hygge eða skoðaðu þær á kvikmyndir.is:

Lykkelige omstændigheder (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.1

Þegar Karoline verður óvart ólétt, en hefur ekki hug á að halda barninu, gerir hún áætlun um að gefa barnlausri systur sinni krakkann - í skiptum fyrir góða peningasummu. ...

Underverden II (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.4

Það eru 7 ár síðan Zaid fór í stríð við undirheima Kaupmannahafnar til þess að hefna látins bróður síns. Staða hans sem virtur hjartalæknir og fjölskyldufaðir er fjarlægur draumur og í fangelsinu saknar Zaid sonar síns Noah sem hann þekkir varla. Þegar leyniþjónustan ...

Fædre og mødre (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5.9

Hér er fjallað um hjónin Piv og Ulrik sem þurfa að feta sig í gegnum stigveldi, samkeppni og duldar áætlanir í nýja skóla dóttur sinnar, meðal annars í vinsælli útilegu skólans....

Andra akten (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.4

Myndin fjallar um Evu sem finnst hún vera mjög upptekinn en verður samt sem áður vinkona stórleikarans Harold Skoog. Hún áttar sig á að lífið er ekki að verða búið, heldur er það einungis rétt að byrja....

Jentetur (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn5

Eftir slæman skilnað verður líf Lindu flókið. Fyrrverandi maðurinn hennar hefur kynnst fallegri fyrirsætu sem verður hægt og rólega meiri móðurímynd fyrir 10 ára dóttir Lindu ásamt því sem þau gera upp húsið saman. Besta vinkona Lindu er meira að segja orðin besta vinkona ...

Meter i sekundet (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.1

Líf Marie umturnast þegar ástin í lífi hennar, Rasmus, fær vinnu sem kennari í skóla í Velling. Marie fylgir Rasmus með trega og á meðan Rasmus smellur inn í bæjarlífið, verður Marie fyrir menningaráfalli. Með tímanum lærir hún að hlusta meira og tala minna og áttar sig á ...

Sisu (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9
Rotten tomatoes einkunn 94%

Myndin fjallar um fyrrum hermann sem uppgötvar gull í óbyggðum Lapplands. Þegar hann reynir að taka fenginn inn í borgina ráðast á hann Nasistahermenn undir forystu grimms SS liðsforingja....

Kysset (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5

Myndin fylgir Antoni sem hefur það helsta markmið að klára þjálfun sína í riddaraliðinu. Á meðan á þjálfuninni stendur skipar hann sveitinni sinni að hjálpa auðmanni úr klípu og hittir í kjölfarið Edith dóttur hans sem lenti í slysi....

Sisu:

Hasarmyndin Sisu, leikstýrð af Jarmari Helander, fjallar um fyrrum hermann sem uppgötvar gull í óbyggðum Laplands en þegar hann reynir að taka fenginn inn í borgina ráðast á hann Nasistahermenn undir forrystu grimms SS liðsforingja.

Underverden 2

Underverden 2, leikstýrð af Fenard Ahmad, fjallar um Zaid sem gekk í stríð við undirheima Kaupmannahafnar til þess að hefna látins bróður síns fyrir sjö árum. Auðkenni hans sem virtur hjartalæknir og lífið hans sem fjölskyldufaðir er fjarlægur draumur og í fangelsinu finnur Zaid til söknuðar til sonar síns Noah sem hann þekkir varla. Þegar leyniþjónustan leitar til Zaid og býður honum samning þar sem hann verður látinn laus gegn því að hann uppljóstri glæpagengi Kaupmannahafnar, sér hann tækifæri til þess að endurheimta fjölskyldulífið sem hann skildi eftir sig.