Ofgnótt ólíkra köngulóarmanna

Árið 2018 fengum við frábæra nýja útgáfu af Spider-Man mynd þegar hin stórskemmtilega Spider-Man: Into the Spider-Verse kom í bíó. Þar var á ferðinni ekki hefðbundin leikin ofurhetjumynd með tilheyrandi tæknibrellum heldur teiknað hugmyndaríkt ævintýri byggt á goðsögninni um Köngulóaramanninn, með ýmsum tilvísunum í blöð og kvikmyndir.

Spider-Man: Into the Spider-Verse (2018)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.4
Rotten tomatoes einkunn 97%
The Movie db einkunn8/10

Hér er um að ræða hliðarævintýri frá hinum venjulegu Spider-Man-myndum þar sem aðalsöguhetjan er Miles Morales sem telur sig hinn eina og sanna köngulóarmann. Í þeim efnum hefur hann rangt fyrir sér því hann er bara einn af nokkrum sem geta kallað sig því nafni. Að því kemst ...

Fékk Óskarsverðlaun, BAFTA og Golden Globe sem besta teiknimyndin.

Í Spider-Verse heiminum gat fólk lifað í samhliða fjölheimum, líkt og við höfum séð í Dr. Strange og Everything Everywhere All at Once.

Í nýju Spider-Man myndinni, sem kom í bíó í vikunni hér á Íslandi, fáum við að sjá sannkallaða ofgnótt af Köngulóarmönnum og útkoman er fjörug svo ekki sé meira sagt og mikið fyrir augað.

Eins og breska vefritið The Guardian segir frá er Miles Morales (sem Shameik Moore talar fyrir) Köngulóarmaður sem á foreldra sem eru ósátt við það hvað hann er óáreiðanlegur; Gwen Stacy (Hailee Steinfeld) er ofur áttfætla í eigin alheimi og, líkt og Miles, á hún foreldra í löggunni. Þá er einn indverskur Köngulóarmaður (Karen Soni) og einn fullorðinn Peter Parker (Jake Johnson).

Miles er ógnað af óvini sem tengist upphaflegu biti geislavirku köngulónnar sem gerði hann að Köngulóarmanninum, auk þess sem hann á í tilvistarlegum vanda.

Spider-Man: Across the Spider-Verse (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.6
Rotten tomatoes einkunn 95%

Eftir að hafa hitt Gwen Stacy á ný er Miles Morales - hinum vinalega köngulóarmanni í Brooklyn - slengt yfir fjölheima. Þar hittir hann hóp köngulóar-fólks sem þarf að berjast fyrir eigin tilveru. En þegar hetjunum greinir á um hvernig eigi að fást við nýja ógn, lendir Miles upp...

Á annað stig

Eins og The Guardian bendir á þá gat Peter Parker ekki sagt sínum nánustu frá því hver hann var í raun og veru. Það að vera Köngulóarmaður var bæði ofurkraftur og byrði, eitthvað sem bjó í blóðrás hans vegna köngulóarbits.

Núna er þetta leyndarmál tekið á annað stig. Nú snýst það að vera Köngulóarmaður ekki lengur um að vera einangraður heldur að vera hluti af alþjóðlegu neti Köngulóarfólks, sem allt er ólíkt.

En sjón er sögu ríkari. Kíktu á stikluna hér að neðan: