Áramóta-Tían!

Þrátt fyrir að ég hafi skrifað topplista fyrir cirka mánuði síðan yfir bestu myndir áratugarins
sem nú er að baki þá finnst mér erfitt að réttlæta það að telja upp
einungis 25 titla og fjalla bara um 10. Notendur reyndu einnig að setja
saman sína eigin lista og þrátt fyrir að listarnir voru allir ólíkir þá
voru allir sammála um eitt: það er drulluerfitt að búa til svona lista,
sérstaklega þegar maður hefur einungis takmörkuð hólf.

En núna,
fyrst að áramótin eru rétt handan við hornið (sem þýðír að áratugurinn
er „officially“ að klárast) freistast ég til að koma með eitthvað mun
ýtarlegra. Vissulega stend ég við það sem ég sagði þegar ég gerði
fyrrnefndan lista, en ég er bara að tala um meira.

Þannig að, til að kveðja áratuginn ætla ég að nefna mínar…


.:100 BESTU MYNDIR ÁRATUGARINS:.

                (raðaðar eftir ári)

Engar áherslur núna. Bara titlanir taldir upp í gæðaröð (döö…) frá 2000-2009
(Btw, umræðan um hvort áratugurinn endar núna eða 2010 mun aldrei taka
enda…). Ég tek það líka fram að þessi listi (eða listar?) hefur verið
í vinnslu hjá mér í dágóðan tíma, því rétt eins og Rob Gordon, þá tek
ég topplistana mína nokkuð alvarlega. Þetta vonandi hvetur líka aðra
kvikmyndagúrúa eins og ykkur sjálf til að gera eitthvað svipað og því
væri algjör snilld að sjá fleiri koma með sína lista. Bara verst hvað
það getur verið pirrandi og átakanlegt að setja þá saman, þannig að ég
vara ykkur við…

Byrjum „aftast.“
og PS. Takið eftir hvað Christopher Nolan á þarna margar myndir.


– BESTU MYNDIR ÁRSINS 2000
(Ekkert spes ár)

10. Wonder Boys
9. Erin Brockovich
8. Thirteen Days
7. Before Night Falls
6. Unbreakable
5. Almost Famous
4. High Fidelity
3. American Psycho
2. Requiem for a Dream
1. Memento


– BESTU MYNDIR ÁRSINS 2001
(fínt ár)

10. Gosford Park
9. Sexy Beast
8. Shrek
7. Waking Life/Tape (Linklater-jafntefli)
6. The Lord of the Rings: The Fellowship…
5. The Royal Tenenbaums
4. Moulin Rouge!
3. Amélie
2. Donnie Darko
1. Spirited Away


– BESTU MYNDIR ÁRSINS 2002
(gott ár)

10. Lilya 4-Ever
9. Bowling for Columbine
8. One Hour Photo
7. Punch-Drunk Love
6. Minority Report
5. 25th Hour
4. The Lord of the Rings: The Two Towers
3. Adaptation
2. City of God
1. The Pianist


– …2003
(meh)

10. Matchstick Men
9. Intolerable Cruelty
8. Love Actually
7. X2
6. Mystic River
5. The Last Samurai
4. Kill Bill vol. 1
3. Oldboy
2. Lost in Translation
1. The Lord of the Rings: The Return of the King


– …2004
(ágætt ár)

10. Collateral

9. Shaun of the Dead

8. Spider-Man 2

7. Mean Creek

6. Downfall

5. House of Flying Daggers/Casshern

4. Sideways

3. The Incredibles

2. Million Dollar Baby

1. Before Sunset


– …2005
(voða upp og niður ár)

10. Hustle & Flow

9. Batman Begins

8. Walk the Line

7. Capote

6. Serenity

5. Kiss Kiss Bang Bang

4. Star Wars: Revenge of the Sith

3. Match Point

2. Munich

1. Sin City


– …2006
(tussugott ár!)

10. Little Miss Sunshine

9. The Lives of Others

8. The Prestige

7. Casino Royale

6. Kingdom of Heaven: Director’s Cut (kom út 2006)

5. Little Children

4. United 93

3. The Departed

2. Pan’s Labyrinth

1. Children of Men


– …2007
(hálf dautt – enda var Juno tilnefnd sem besta mynd ársins)

10. Hot Fuzz

9. The Mist

8. Zodiac

7. The Kite Runner

6. Sunshine

5. Harry Potter and the Order of the Phoenix

4. 4 Months, 3 Weeks and 2 Days

3. The Diving Bell and the Butterfly

2. There Will Be Blood

1. No Country for Old Men


– …2008
(nokkuð gott ár – undarlega alvarlegt samt)

10. Forgetting Sarah Marshall

9. Appaloosa

8. Doubt

7. Changeling

6. Taken

5. Revolutionary Road

4. The Wrestler

3. Frost/Nixon

2. WALL-E

1. The Dark Knight

Svo loks:


– BESTU MYNDIR ÁRSINS 2009
(ekki beint gott, en mjög skemmtilegt kvikmyndaár – sérstaklega fyrir sci-fi)

(Tek samt fram að ég hef ekki enn séð The White Ribbon og Precious. Þær gætu átt séns hingað inn)

10. The Bad Lieutenant: Port of Call – New Orleans

9. Star Trek/District 9

8. (500) Days of Summer

7. Moon

6. Up in the Air
5. Harry Potter and the Half-Blood Prince

4. Avatar

3. A Serious Man

2. Watchmen (Director’s Cut)

1. Inglourious Basterds (sé sko ekki eftir þeirri forsýningu!)

Fleiri góðar sem ekki komust á listann í ár (í stafrófsröð):

– Anvil
– Bjarnfreðarson
– Fantastic Mr. Fox
– Funny People
– Roman Polanski: Wanted & Desired
– The Road
– Up
– Zombieland

Annars
vil ég nýta mér smá pláss hérna í lokin og bæði þakka fyrir lesturinn
og árið sem er að líða. Það er spurning hvort Tían haldi áfram eftir
áramót eða ekki (þið ráðið), en hvort sem hún verður eða ekki er öruggt
að fleiri svona „dálkar“ verði reglulega á vefnum á árinu 2010 ásamt
fleiru. Ekki bara frá mér – god forbid – heldur hinum stjórnendunum
líka.

Enn og aftur:

GLEÐILEGT ÁR!!

Ég mun ljúka þessari grein með handahófskenndu broti úr einni af skemmtilegri „feel good“ myndum ársins: