Napóleonsskjölin veltu Villibráð úr toppsætinu

Um síðustu helgi voru hvorki fleiri né færri en tuttugu og sex kvikmyndir í bíó á Íslandi sem er harla gott. Vinsælust þeirra allra var spennumyndin Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson. Myndin er gerð eftir samnefndri bók glæpahöfundarins Arnaldar Indriðasonar.

Vivian Ólafsdóttir í hlutverki sínu.

Um 5.200 manns komu á myndina nú um frumsýningarhelgina og aðgangseyrir nam samtals 11,5 milljónum króna.

Napóleonsskjölin (2023)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6
Rotten tomatoes einkunn 17%

Þegar bróðir lögfræðingsins Kristínar rekst á þýskt flugvélarflak úr seinni heimstyrjöld á toppi Vatnajökuls, dragast þau bæði inn í atburðarás upp á líf og dauða, hundelt af hópi manna sem skirrist einskis við að halda áratuga gamalt leyndarmál....

Gunnar B. Guðbjörnsson og Kristján Loðmfjörð fengu Edduverðlaun fyrir klippingu. Davíð Jón Ögmundsson, Dragos Vilcu, Árni Gestur Sigfússon og Rob Tasker fengu Edduverðlaun fyrir brellur og Heimir Sverrisson hlaut Edduverðlaun fyrir leikmynd.

Villibráð með 82 mkr.

Næst vinsælasta kvikmynd síðustu helgar var vinsælasta kvikmynd síðustu fjögurra vikna þar á undan, Villibráð, eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur.

Heildartekjur Villibráðar standa nú í 82 milljónum króna!

Í þriðja sæti er mynd sem flestir Íslendingar ættu að tengja við, ný teiknuð útgáfa af leikritinu Kardemommubænum.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: