Ný ljósmynd af Captain America í búningnum

Stórglæsileg og glæný mynd af ofurhetjunni Captain America úr væntanlegri mynd um kappann var birt í nýjasta hefti Entertainment Weekly.

Það er óhætt að segja að hetjan sé allt í senn glæsileg, vígaleg og óárennileg í búningnum sínum. Í gær birtum við mynd af Andrew Garfield í Spider-Man búningnum sínum, og nú er það Chris Evans í Captain America búningnum, en þetta er í fyrsta skipti sem svona skýr mynd er birt af hetjunni.

Og hvernig líst ykkur nú á þennan búning?

Myndin verður frumsýnd 22. júlí nk.