
Útgáfu nýju kvikmyndarinnar um James Bond, No Time to Die, hefur verið frestað til nóvember, eða um sjö mánuði, vegna kórónuveirunnar, en upphaflega stóð til að frumsýna myndina 9. apríl hér á landi og viku fyrr í Bretlandi.
Stofnendur tveggja af vinsælustu aðdáendasíðum heims um James Bond höfðu beðið framleiðsluverið og dreifingaraðila á bak við myndina að fresta sýningum á henni til. Kvikmyndaverin MGM, Universal og framleiðendur myndarinnar, Michael G. Wilson and Barbara Broccoli, hafa nú tilkynnt formlega tilkynnt að No Time No Die verði frumsýnd næstkomandi nóvember, á heimsvísu.
Um er að ræða 25. myndina í seríunni um James Bond og fer Daniel Craig með hlutverk njósnarans fimmta og síðasta sinn. Í myndinni mun Bond snúa aftur eftir að hafa lagt byssuna á hilluna og sest í helgan stein, en endurkoman fylgir í kjölfarið á því þegar Felix Leiter, gamall kollegi síns hjá CIA leyniþjónustunni, kallar eftir aðstoð hans.
Leikstjóri No Time to Die er Cary Fukunaga, en hann er þekktastur fyrir kvikmyndina Beasts of No Nation (2015) ásamt fyrstu seríu True Detective.