Nýtt í bíó: Maze Runner the Death Cure

Maze Runner: The Death Cure, þriðja og síðasta myndin í The Maze Runner-þríleiknum, verður frumsýnd í dag í Smárabíói, Laugarásbíói, Borgarbíói Akureyri og Sambíóunum Egilshöll. Í kvikmyndinni koma öll lokasvör gátunnar fram auk þess sem örlög aðalpersónanna ráðast.

Myndirnar The Maze Runner (2014) og framhaldið The Scorch Trials (2015) nutu mikilla vinsælda í kvikmyndahúsum, gerðar eftir samnefndum metsölubókum James Dashner. Það má reikna með að The Death Cure verði jafnvel enn vinsælli en hún er sögð innihalda mesta hasarinn af þeim öllum þar sem nú er komið að því að aðalpersónan Thomas og vinir hans snúi vörn í sókn og freisti þess að frelsa aðra úr ánauðinni sem fyrirtækið WCKD undir stjórn Övu Paige hefur haldið þeim í. En hvað mun frelsið kosta þau?

Áhugaverðir punktar til gamans:

-Upphaflega stóð til að The Death Cure yrði frumsýnd í febrúar 2017 en það breyttist 18. mars 2016 þegar aðalleikarinn Dylan O’Brien varð fyrir bíl á tökustað og var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús. Meiðsli hans reyndust sem betur fer ekki lífshættuleg en samt svo mikil að ákveðið var skömmu síðar að fresta tökum á myndinni fram á árið 2017 til að hann fengi nægan tíma til að jafna sig. Þeim var síðan fram haldið í mars sl., heilu ári eftir slysið.

-Eins og þeir vita sem lesið hafa bækurnar þá skrifaði höfundurinn James Dashner þrjár bækur í viðbót sem tengjast The Maze Runnerþríleiknum, annars vegar bækurnar The Kill Order og The Fever Code sem gerast fyrir atburði fyrstu myndarinnar og hins vegar rafbókina The Maze Runner Files, en hún er ekki eiginleg saga heldur er þar að finna upplýsingar og nánari lýsingar á ýmsum atriðum þríleiksins sem gefa lesendum dýpri og betri skilning á atburðarásinni í heild sinni. Ekkert hefur verið ákveðið varðandi kvikmyndun á forsögunni.

Aðstandendur:

Leikstjórn: Wes Ball

Leikarar: Walton Goggins, Dylan O´Brien, Katherine McNamara, Kaya Scodelario

Sjáðu plakat og stiklu úr myndinni hér fyrir neðan: