Nýtt í bíó – Murder on the Orient Express

Sakamálakvikmyndin Murder on the Orient Express verður frumsýnd á morgun, föstudag í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói, Sambíóunum Álfabakka og Borgarbíói Akureyri.  Myndin er ein frægasta og vinsælasta saga morðgátumeistarans og rithöfundarins Agöthu Christie.


Belgíski morðgátusérfræðingurinn Hercule Poirot er meðal farþega á fyrsta farrými Austurlandahraðlestarinnar sem er á leið til Vestur-Evrópu. Nótt eina er einn farþeganna myrtur í svefni og þar sem lestin er teppt vegna snjóskriðu sem hylur lestarteinana fær Hercule tíma og tækifæri til að rannsaka málið, raða saman sönnunargögnum og finna morðingjann áður en lögreglan kemur um borð.

Morðið í Austarlandahraðlestinni kom út 1. janúar 1934 og varð strax mjög vinsæl eins og fleiri sögur Agöthu. Sagan hefur verið kvikmynduð og sett upp á leiksviði ótal mörgum sinnum gegnum tíðina.

Leikstjórn: Kenneth Branagh
Leikarar: Kenneth Branagh, Willem Dafoe, Penélope Cruz, Michelle Pfeiffer og Johnny Depp

Áhugaverðir punktar til gamans:

-Agatha Christie fékk hugmyndina að sögunni þegar hún ferðaðist sjálf með Austurlandahraðlestinni til Istanbul og tafir urðu á ferðinni vegna flóða. Hún skrifaði síðan söguna á hótelherbergi 411 í Pera Palace-hótelinu í Istanbul, en það herbergi er núna safn og er varðveitt nákvæmlega eins og það var þegar Agatha dvaldi þar.

Sjáðu plakat hér fyrir neðan og stiklu þar fyrir neðan: