Nýtt í bíó – Sausage Party

Teiknimyndin Sausage Party, sem er stranglega bönnuð börnum, verður frumsýnd á miðvikudaginn í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri.

Maturinn í stórmarkaðnum þráir ekkert heitar en að vera valinn af mannfólkinu sem er að versla í versluninni. Pylsa, leikin af Seth Rogen, heldur af stað í ferðalag til að kanna hvort að paradís bíði þeirra í raun réttri handan verslunarinnar. Þegar matvælin komast að því hver örlög þeirra eru í raun og veru taka þau málin í sínar hendur.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Um er að ræða teiknimynd fyrir fullorðna frá framleiðendum Pinapple Express, Bad Neighbours og This Is the End.

saucage

Meðal leikara auk Rogen eru þau Kristen Wig, Jonah Hill, Bill Hader, Michael Cera og James Franco.

Leikstjórar: Greg Tiernan, Conrad Vernon

Áhugaverðir punktar til gamans:

– Sausage Party hefur verið í vinnslu frá árinu 2010 þegar hugmyndin kom fyrst upp í kolli Seths Rogen sem skrifaði söguna ásamt Evan Goldberg og handritið ásamt Evan, Kyle Hunter og Ariel Shaffir.

– Hermt er að myndin hafi kostað 20 milljónir dollara í framleiðslu.

– Hópurinn sem talar fyrir persónur myndarinnar er að stórum hluta sá sami og lék í myndinni This Is the End árið 2013.

– Í myndinni er að finna nokkrar tilvísanir í aðrar myndir og „stolin“ atriði. Sem dæmi má nefna atriði í stórmarkaðinum þar sem hermt er eftir upphafsatriðinu (landgöngunni) í Saving Private Ryan.

– Sausage Party er ein af örfáum bíó-teiknimyndum sem hafa verið bannaðar innan 16 ára aldurs. Sú síðasta var myndin Aqua Teen Hunger Force Colon Movie Film for Theaters sem var frumsýnd 2007.

– Kíkið á heimasíðu myndarinnar á www.sausagepartymovie.com, en þar geta notendur m.a. breytt sér í pylsu eða annan mat.

plakat sausage