Öskrandi góður árangur

Sjötta Scream myndin gerði sér lítið fyrir, ný í bíó, og sló sjálfan hnefaleikamanninn Adonis Creed í kvikmyndinni Creed 3 af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi. 2.150 manns mættu í bíó til að láta hræða úr sér líftóruna og tekjur voru rúmar fjórar milljónir króna.

Skelfilegur morðingi í Scream, eða Öskur.

Scream 6 (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.6
Rotten tomatoes einkunn 76% Rotten tomatoes einkunn91%

Fjórir eftirlifendur úr morðæði Ghostface í Woodsboro fara úr bænum og byrja upp á nýtt í New York....

Ein önnur ný mynd kom í bíó um helgina. Það var íslenska myndin Volaða land sem Kvikmyndir.is sáu einmitt og höfðu mjög gaman af.

Myndin endaði í sjöunda sæti aðsóknarlistans með rúmlega 560 áhorfendur og rúma milljón í tekjur.

Fjórar íslenskar

Fjórar íslenskar kvikmyndir eru í bíó um þessar mundir en auk Volaða lands standa Napóleonsskjölin, Á ferð með mömmu og Villibráð allar bíóáhugamönnum til boða.

Sjáðu topplistann í heild sinni hér fyrir neðan: