Óþekkjanlegur Bardem sem konungur sjávarins

Persónur úr Disney kvikmyndinni Litlu hafmeyjunni birtast ljóslifandi á glænýjum persónuplakötum sem voru að detta í hús. Myndin kemur í bíó 24. maí.

The Little Mermaid (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2
Rotten tomatoes einkunn 68% Rotten tomatoes einkunn94%

Unga og ævintýragjarna hafmeyjan Ariel gerir samning við nornina Ursulu um skipti á fagurri söngrödd sinni fyrir mennska fótleggi svo hún geti kannað heiminn ofansjávar og stigið í vænginn við prinsinn Eric....

Þarna sjáum við m.a. engan annan en Javier Bardem nær óþekkjanlegan í hlutverki Tritons, konungs sjávarins. Þá er að sjálfsögðu plakat með Halle Bailey í hlutverki litlu hafmeyjunnar og Jonah Hauer-King í hlutverki Erics prins. Þá sjáum við hina óborganlegu gamanleikkonu Melissu McCarthy í hlutverki Ursulu.

Ennfremur eru nokkur skemmtileg dýr sem koma við sögu en þar eru á ferðinni frábærir leikarar eins og Jacob Tremblay og Awkwafina.

Smelltu á plakötin til að stækka þau.