Patriot leikkona látin 21 árs

bartusiakLeikkonan Skye McCole Bartusiak, sem lék unga dóttur Mel Gibson í myndinni The Patriot frá árinu 2000, er látin aðeins 21 árs að aldri. Hún lést á heimili sínu í Houston.

Móðir Bartusiak sagði The Associated Press fréttastofunni að leikkonan hefði búið í íbúð í bílskúr heima hjá foreldrum sínum. Hún sagði að kærasti leikkonunnar hefði fundið hana meðvitundarlausa í rúminu í gær, laugardag.

Helan Bartusiak sagði að hún hafi reynt að endurlífga dóttur sína, en ekki tekist. Hún segir að dóttir hennar hafi verið heilbrigð ung kona, ekki drukkið né notað eiturlyf, og fjölskyldan viti ekki hver dánarorsök sé.

skyemccolebartusiak_1220918409

Bartusiak lék í sinni fyrstu mynd, The Cider House Rules, 6 ára gömul, árið 1999. Síðasta mynd sem hún lék í var Sick Boy frá árinu 2012.