Philip Seymour Hoffman látinn

125651304Fréttir herma að bandaríski leikarinn Philip Seymour Hoffman hafi fundist látinn í íbúð sinni í New York snemma í dag. Frá þessu greinir New York Post. Lögreglan í New York er að rannsaka orsök málsins.

Hoffman var 46 ára gamall og vann Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Capote, sem var gerð árið 2005.

Hoffman fór í meðferð vegna heróínfíknar sinnar á síðasta ári og hefur áður átt við eiturlyfjavandamál að stríða í fortíðinni, en tókst að halda sér edrú í 23 ár, eða alveg þangað til árið 2012.

Leikarinn tjáði sig um vandamál sín við fjölmiðla fyrir nokkrum árum en þá sagði hann allt óhóf tilheyra fortíðinni. „Ég var ungur og drakk of mikið en ég hætti. Ég hafði bara engan áhuga á að drekka í hófi og hef ekki í dag.“