Rauður smellur

Ellismellirnir í njósna-grín-spennumyndinni RED 2 njóta mikilla vinsælda á Íslandi, en myndin fer ný á lista beint í fyrsta sæti DVD / Blu-ray listans íslenska. Í öðru sæti, niður um eitt sæti á milli vikna, er Brad Pitt í uppvakningatryllinum World War Z og í þriðja sætinu, ný á lista er mættur enginn annar en Hugh Jackman í Marvel myndinni The Wolverine. 

red 2

Í fjórða sætinu er enn ein ný mynd, Skrímslaháskólinn, og í fimmta sætinu er R.I.P.D. sem dettur niður um þrjú sæti á milli vikna.

Á listanum eru tvæ nýjar myndir til viðbótar. Í tíunda sætinu eru litlir bláir kallar í myndinni Strumparnir 2 og í 16. sæti er myndin The Way Way Back. 

Til gamans má geta þess að sú mynd se hefur verið lengst á Topp 20 listanum er myndin Dead Man Down.

Sjáðu vinsældarlistann í heild sinni hér fyrir neðan:

listinnnnnn