Redmayne verður Stephen Hawking

eddieLes Miserables leikarinn Eddie Redmayne er líklegur til að leika eðlisfræðinginn heimsþekkta Stephen Hawking í nýrri mynd sem gera á um Hawking, samkvæmt Deadline kvikmyndavefnum.

Framleiðandi myndarinnar er Working Title og leikstjóri James Marsh, sem fékk Óskarsverðlaun fyrir heimildarmyndina Man On Wire.

Myndin á að fjalla um sambandið á milli Hawking og eiginkonu hans. Ekki er búið að ráða leikkonu í hlutverk eiginkonunnar, en áformað er að hefja tökur á myndinni síðar á árinu.

Handrit skrifar Anthony McCarten.

StephenHawkingStephen Hawking er fjölfatlaður, eins og flestir vita, og þjáist af sjúkdómi sem þekktur er undir nafninu ALS. Hawking er nær algjörlega lamaður og tjáir sig með aðstoð tölvu. Hawking hefur kvænst tvisvar og á þrjú börn.

Það að leika Hawking er krefjandi fyrir hvaða leikara sem er, en skemmst er að minnast svipaðra hlutverka, eins og því sem Daniel Day-Lewis lék í My Left Foot og Mathieu Amalric í The Diving Bell And The Butterfly, en þar lék Amalric mann sem gat einungis tjáð sig með því að blikka öðru auganu.