RIFF dagskráin öll á kvikmyndir.is

Kvikmyndir.is hefur sett alla dagskrá RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, inn á síðuna þar sem hægt er að sjá upplýsingar um þær myndir sem sýndar verða, lesa söguþráð og skoða sýningartíma ofl.

Smelltu hér til að skoða dagskránna

hour of the lynx

RIFF – Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík – hófst í gær, 26. september, en opnunarmyndin var Svona er Sanlitun, eftir  Róberts Douglas, sem sýnd var við góðar undirtektir í troðfullu Háskólabíói.

Þetta er í tíunda skipti sem hátíðin er haldin, en hún hefur vaxið jafnt og þétt síðan árið 2004 þegar hún var haldin í fyrsta skipti. Hátíðin stendur í tíu daga, lýkur þann 6. október. Í ár fara sýningar fram í Háskólabíói, Tjarnarbíói og í Norræna húsinu, en miðasala og upplýsingamiðstöð er í Tjarnarbíói.

RIFF sýnir í ár hátt í hundrað myndir í fullri lengd, bæði leiknar myndir og heimildamyndir auk fjölda stuttmynda. Myndirnar koma frá samtals yfir 40 löndum. Á annað hundrað erlendir gestir úr kvikmyndaheiminum eru væntanlegir til að kynna verk sín eða taka þátt í íslenskum Bransadögum og Talent Lab smiðjunni sem haldin er samhliða RIFF. Um þrjátíu leikstjórar eru væntanlegir til að fylgja eftir myndum sínum, en þremur, þeim Lukas Moodysson, Laurent Cantet og James Gray verður veitt verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listfengi.

Hátíðina má kynna sér nánar á hér á kvikmyndir.is.

 

 

Stikk: