Rogue One: A Star Wars Story fær glimrandi viðtökur

rogue-one-a-star-wars-movieÞað er óhætt að segja að Star Wars myndin Rogue One: A Star Wars Story hafi fallið í frjóan jarðveg hjá frumsýningargestum í Los Angeles í gær.

Office leikarinn Rainn Wilson skrifar AMAZING í hástöfum, og segir myndina hafa verið frábæra. Leikstjórinn Kevin Smith segir myndina á pari við Empire Strikes Back og leikarinn Wil Wheaton segir myndina þá bestu síðan árið 1977 ( fyrsta myndin kom út þá, A New Hope)

Myndin verður frumsýnd á Íslandi á föstudaginn næsta, 16. desember.

Sjáðu nokkra þá er tjáðu sig á Twitter hér fyrir neðan: