
Hér að neðan má finna dagskránna fyrir þær klassísku myndir og aðra gullmola sem sýndir verða í kvikmyndahúsum landsins út árið.
*Athugið að dagskráin er/verður reglulega uppfærð í samræmi við liðna atburði
11. JÚLÍ – WEDDING SINGER (1998)
Robbie Hart sérhæfir sig í að syngja smelli frá áttunda áratug síðustu aldar, svokallað eightie´s tónlist, við giftingar og aðra mannfagnaði. Hann er hress og kann að hleypa fjöri í gott partí. Hann veit hvað þarf að segja og hvenær. Julia er gengilbeina á þeim viðburðum ...
Drew Barrymore og Adam Sandler voru bæði valin fyndnustu leikarar í aðalhlutverkum á American Comic Awards. Þau fengu einnig verðlaun á MTV verðlaunahátíðinni fyrir besta kossinn í bíómynd.
16. JÚLÍ – AKIRA 4K (1988)
Myndin gerist 31 ári eftir að Tókýó var eyðilögð í þriðju heimstyrjöldinni. Borgin er á barmi upplausnar Stúdentamótmæli eru á götum úti, mótorhjólagengi berjast á vegunum og hryðjuverkamenn berjast gegn spilltri stjórn. Tveir æskuvinir, Kenada og Tetsuo, félagar í ...
18. JÚLÍ – DIRTY DANCING (1987)
Sagan gerist á sjöunda áratug síðustu aldar. Frances "Baby" Houseman, sæt pabbastelpa, fer með fjölskyldu sinni til sumardvalarstaðar við New York Catskill fjöll. Baby hefur alist upp við góð efni og allir búast við að hún fari í framhaldsskóla, og geri allt sem búist er við ...
25. JÚLÍ – TERMINATOR 2: JUDGMENT DAY (1991)
10 ár eru nú liðin síðan vélmenni var sent úr framtíðinni til að drepa Sarah Connor. Núna er það sonur hennar John, framtíðar leiðtogi andspyrnuhreyfingarinnar, sem er skotmarkið, og sent er nýtt og mun fullkomnara vélmenni úr framtíðinni til að koma honum fyrir kattarnef. En ...
Vann fjögur Óskarsverðlaun; Besta hljóð, bestu tæknibrellur, bestu hjóðbrellur og besta förðun. Var valin besta erlenda myndin á japönsku kvikmyndaverðlaununum.
01. ÁGÚST – BRIDESMAIDS (2011)
Lillian og Annie eru bestu vinkonur og hafa verið það í langan tíma. Þegar Lillian finnur svo loks draumaprinsinn og ákveður að giftast honum tekur Annie, sem sjálf hefur aldrei náð að finna ástina, að sér hlutverk aðalbrúðarmærinnar með ánægju. Ánægjan breytist þó ...
Tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna, Melissa McCarthy fyrir bestan leik í aukahlutverki og fyrir besta handrit.
08. ÁGÚST – RAIDERS OF THE LOST ARK (1981)
Sagan gerist árið 1936. Háskólaprófessor í fornleifafræði sem kallast Indiana Jones, heldur upp í ferðalag inn í frumskóga Suður- Ameríku í leit að gullstyttu. Til allrar óhamingju þá býr hann óafvitandi til stórhættulega gildru um leið, en sleppur naumlega. Seinna heyrir ...
Vann fjögur Óskarsverðlaun, fyrir listræna stjórnun, hljóð, brellur og klippingu. Tilnefnd einnig til fjögurra Óskara í viðbót, fyrir leikstjórn, tónlist, besta mynd og kvikmyndatöku.
15. ÁGÚST – MEÐ ALLT Á HREINU (1982)
Tónlistar og grínmyndin Með allt á hreinu fjallar um tvær hljómsveitir, Stuðmenn og Gærurnar (réttu nafni Grýlurnar), ástir og afbrýði meðlima þeirra og spaugilegar uppákomur í ferðalagi þeirra um Ísland....
18. ÁGÚST – THE FRENCH CONNECTION (1971)
Tvær New York löggur í fíkniefnadeildinni komast á snoðir um smygl með franskri tengingu. Löggurnar reyna að koma í veg fyrir risastóra heróín sendingu frá Frakklandi. Þeir eru miklar andstæður, Popeye Doyle, einstrengislegur alkóhólisti sem á sama tíma er dugleg lögga og ...
Vann fimm Óskarsverðlaun. Besta mynd, besti leikari í aðalhlutverki, besti leikstjóri, besta handrit og besta klipping.
22. ÁGÚST – GHOSTBUSTERS (1984)
Þrír háskólakennarar í dulsálarfræðum missa rannsóknarstyrk og trúverðugleika þegar rektorinn ákveður að kenningar þeirra og aðferðir eigi ekki lengur heima í virðulegu stofnuninni sem hann rekur. Atvinnuleysið knýr þá út í eigin rekstur sem fagaðilar í útrýmingu drauga...
21. ÁGÚST – ABOUT TIME (2013)
Tim Lake uppgötvar það þegar hann er 21 árs gamall að hann getur ferðast um tímann...kvöldið eftir enn eitt misheppnaða gamlárspartýið, þá er segir faðir Tim honum að mennirnir í fjölskyldu hans hafi alltaf haft þann eiginleika að geta ferðast um tímann. Tim getur ekki breytt...
29. ÁGÚST – JAWS 4K (1994)
Það er heitt sumar á Amity eyju, litlu samfélagi sem hefur viðurværi sitt að mestu af ferðamönnum og heimsóknum á strendurnar á eyjunni. Þegar nýr lögreglustjóri, Martin Brody, uppgötvar leifar af fórnarlambi hákarlaárásar, þá bregst hann strax við með því að loka ...
Vann 3 Óskarsverðlaun, fyrir hljóð, tónlist og klippingu. Var einnig tilnefnd sem besta mynd.
29. ÁGÚST – MURIELS´S WEDDING (1994)
Muriel finnst lífið í Porpoise Spit í Ástralíu leiðinlegt og eyðir dögunum mest í að hanga inni í herbergi og hlusta á ABBA tónlist, og dreyma dagdrauma um brúðkaupsdaginn sinn. Það er samt eitt smá vandamál, Muriel hefur aldrei farið á stefnumót með neinum karlmanni. Hún ...
8. SEPTEMBER – THE UNTOUCHABLES (1987)
Alríkislögreglumaðurinn Elliot Ness safnar saman úrvalsliði til að berjast gegn mafíuforingjanum Al Capone, og notar til þess óhefðbundar aðferðir meðal annars, en sögusviðið er mafíustríðin á þriðja áratug 20. aldarinnar. ...
Sean Connery fékk Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki. Var tilnefnd til Óskars fyrir búning, tónlist og listræna stjórnun.
11. SEPTEMBER – IT´S COMPLICATED (2009)
Sonur Jane er að útskrifast úr menntaskóla, og í útskriftinni hittir hún fyrrum eiginmann sinn, Jake, sem er nú giftur yngri konu. Þau laðast nú aftur hvort að öðru eftir 10 ára aðskilnað og fara aftur að hittast. Þó að þau telji að í þetta sinn sé samband þeirra af allt ...
2. OKTÓBER – THE WEDDING SINGER (1998)
Robbie Hart sérhæfir sig í að syngja smelli frá áttunda áratug síðustu aldar, svokallað eightie´s tónlist, við giftingar og aðra mannfagnaði. Hann er hress og kann að hleypa fjöri í gott partí. Hann veit hvað þarf að segja og hvenær. Julia er gengilbeina á þeim viðburðum ...
Drew Barrymore og Adam Sandler voru bæði valin fyndnustu leikarar í aðalhlutverkum á American Comic Awards. Þau fengu einnig verðlaun á MTV verðlaunahátíðinni fyrir besta kossinn í bíómynd.
6. OKTÓBER – BUTCH CASSIDY AND THE SUNDANCE KID (1969)
Butch og Sundance eru leiðtogar Hole-in-the-Wall útlagagengisins, sem rænir banka og lestir. Butch er hugmyndasmiðurinn en Sundance er sá sem kann öll trixin. Villta vestrið er að verða meira og meira siðfágað og þegar Butch og Sundace ræna enn eina lestina, þá þá er sendur ...
11. OKTÓBER – KELLY’S HEROES (1970)
Sagan gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Þýskum liðþjálfa er rænt af Bandaríkjamönnum, en áður en þeir ná að yfirheyra hann ræðst stórskotalið á herbúðirnar. Þrátt fyrir það þá nær fyrrum liðsforinginn Kelly að ná til liðþjálfans, hella hann fullan og komast að ...
13. NÓVEMBER – LEGALLY BLONDE (2001)
Elle Woods gengur allt í haginn. Hún er forseti stelpufélagsins, hún er Hawaiian Tropic stúlka, ungfrú Júní í dagatali heimavistarinnar, og auðvitað alvöru ljóska. Kærastinn hennar er sætasti strákurinn úr strákafélaginu og hún þráir ekkert heitar en að verða Frú Warner ...
Tilnefnd til tveggja Golden Globe verðlauna. Myndin sem besta gamanmynd og Reese Witherspoon fyrir leik íaðalhlutverki.