Sjáðu fyrstu myndirnar úr The Midnight Sky

The Midnight Sky, sem er í leikstjórn George Clooney og framleidd fyrir streymisveituna Netflix, er farin að taka á sig mynd. Tímaritið Vanity Fair birti í dag fyrstu stillurnar úr vísíndaskáldsögunni.

Tökur á myndinni fóru fram í nágrenni Hafnar í Hornafirði í fyrrahaust og var meðal annars leitað að fjölskyldum með börn og unglinga til að taka þátt. Myndin er gerð eftir skáldsögunni Good Morning, Midnight eftir Lily Brooks-Dalton.

Clooney leikur vísindamann sem er staddur á heimskautasvæðinu og reynir af öllum mætti að ná sambandi við áhöfn geimskutlu sem er að reyna að komast til jarðar.

Með önnur helstu hlutverk fara þau Felicity Jones, Kyle Chandler David Oyelowo, Demián Bichir og Tiffany Boone. Á meðal íslenskra leikara sem tóku þátt í verkefninu má nefna Lilju Nótt Þórarinsdóttur og Atla Óskar Fjalarsson.

Myndin verður aðgengileg á Netflix í desember.