Sjáðu MaXXXine á sérstakri forsýningu

Sérstök ‘forsýning’ verður haldin á hryllingstryllinum MaXXXine þann 18. júlí næstkomandi. Ekki er enn komin dagsetning á almenna frumsýningu myndarinnar hér á landi en forsýningin verður í AXL sal Laugarásbíós klukkan 20:30 og hægt er að tryggja sér miða hér.

Myndin hefur hlotið prýðisviðtökur erlendis og jákvæða dóma gagnrýnenda. Um er að ræða þriðju kvikmyndina í svonefnda ‘X-þríleiknum’ frá Ti West (X, Pearl) þar sem breska leikkonan Mia Goth sýnir stórleik og MaXXXine er engin undantekning hvað þetta varðar. Hrollvekjan Pearl er þarna fremst í tímalínunni en nú er komið að beinu framhaldi stemningsmyndarinnar X. Báðar myndir eru frá 2022. 

Pearl (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7
Rotten tomatoes einkunn 92%

Pearl er föst á bóndabæ fjölskyldunnar og þarf að sinna öldruðum föður sínum undir vökulu auga stjórnsamrar móður sinnar. Hún þráir glæsilíf eins og hún upplifir í gegnum kvikmyndir, en metnaður hennar, draumar og þrár hrynja allar til grunna....

X (2022)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5
Rotten tomatoes einkunn 94%
The Movie db einkunn7/10

Flugbeitt hrollvekja sem farið hefur sigurför um heiminn og hlotið mikið lof áhorfenda og gagnrýnenda. 'X' er óður til sígildra hryllingsmynda og segir frá hópi ungra kvikmyndagerðarmanna sem vinnur að gerð klámmyndar úti á landi í Texas árið 1979. Framleiðslan mætir hins vegar...

MaXXXine segir frá ævintýrum ungrar konu í kvikmyndaiðnaði Kaliforníu á níunda áratugnum. Hin harðákveðna en fjölhæfa Maxine Minx á sér stóra drauma um að slá í gegn í Hollywood. Hingað til hefur Maxine spreytt sig í klámiðnaðinum með góðum árangri en hún þráir frægð og frama auk þess að verða metin að verðleikum sem virt leikkona.

Líf hennar breytist á svipstundu þegar henni er boðið að leika aðalhlutverkið í hryllingsmynd þar sem allt er lagt undir.

Þá þarf Maxine að sýna almennilega hvað í henni býr en leiðin að velgengninni gæti reynst henni um megn þar sem dularfullur fjöldamorðingi gengur laus og virðist herja á ungar leikkonur. Þetta er þó ekki fyrsta skiptið þar sem Maxine kemst í kynni við hrottalegan morðingja og eftir því sem spennan magnast bæði á tökustað og á götum borgarinnar þegar myrkur skellur á, er aðeins einn möguleiki í boði; að duga eða drepast. 

Með önnur hlutverk fara Kevin Bacon, Elizabeth Debicki, Michelle Monaghan, Giancarlo Esposito og Bobby Cannavale, svo dæmi séu nefnd.

Tryggðu þér miða í tíma!