Sjáðu sýnishorn úr nýrri þáttaröð The Umbrella Academy

Spennu-, gaman- og ævintýraþættirnir The Umbrella Academy voru á meðal vinsælasta efnis streymisveitunnar Netflix árið 2019, nánar til tekið í þriðja sæti á eftir The Witcher og Stranger Things 3.

Aðdáendur hafa margir hverjir beðið óþreyjufullir eftir framhaldinu, sem lendir á streyminu þann 31. júlí næstkomandi, og nú er búið að gefa út smá forskot á sæluna súru í formi sýnishorns.

Gjörið svo vel…

https://www.youtube.com/watch?time_continue=3&v=Me0eoCwLj-A&feature=emb_title

Þættirnir eru byggðir á samnefndum verðlaunamyndasögum eftir stofnanda hljómsveitarinnar My Chemical Romance, Gerard Way og brasilíska teiknarans Gabriel Bá. Hér er sagt frá sex uppeldissystkinum sem eru gædd yfirnáttúrulegum hæfileikum, sem nýttir eru til að berjast gegn glæpum. Systkinin urðu fræg fyrir hetjudáðirnar á æskuárunum en á fullorðinsárum hefur heimur þeirra breyst mikið og liðsheildin sundrast.

Önnur sería þáttanna tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið og verða allir helstu leikarar á sínum stað. Án þess að gefa upp of mikið af innihaldi sögunnar er það nú undir systkinunum komið að finna leið til að stöðva orsök yfirvofandi dómsdags og laga það sem brotið er innan fjölskyldunnar. Þetta mun reynast hægara sagt en gert á meðan þau eru hundelt af óptúttnum, sænskum leigumorðingjum og líkur á árangri eru litlar.

Stikk: