Skjaldbökunum seinkar

teenage-mutant-ninja-turtles-3Paramount kvikmyndaverið hefur frestað frumsýningu myndarinnar Teenage Mutant Ninja Turtles fram til 8. ágúst 2014, en upphaflega stóð til að frumsýna myndina 6. júní sama ár. Samkvæmt Deadline vefnum er ástæðan sú að Paramount ætlar að frumsýna Transformers 4 föstudaginn 27. júní, þó að líklega verði hún frumsýnd tveimur dögum fyrr,  á miðvikudegi eins og tíðkast yfir sumartímann.

Paramount ákvað að skilja myndirnar að svo að markaðsherferðirnar rekist ekki á, en báðar myndirnar verða auglýstar af krafti og leikföng verða framleidd og markaðssett samhliða myndunum báðum. Með þessari tilfærslu er reyndar TMNT komin ansi nálægt Marvel myndinni Guardians of the Galaxy, en hún verður frumsýnd 1. ágúst 2014.

Michael Bay kemur nálægt báðum myndum. Hann framleiðir TMNT og leikstýrir Transformers 4.