Smekkfullt á Stockfish

Kvikmyndahátíðin Stockfish Film Festival var sett með pompi og prakt í Bíó Paradís á fimmtudagskvöld að viðstöddu fjölmenni.

_MG_8388

Hátíðin opnaði með ávarpi frá Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradís. Því næst tóku til máls Matthias Brinkmann, sendiherra Evrópusambandsins, og Birna Hafstein, leikkona og formaður félags íslenskra leikara, fyrir hönd stjórnar Stockfish. Að lokum hélt borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, ávarp.

Opnunarmyndin var The Diary of a Teenage Girl og Sara Gunnarsdóttir, sem gerir teikningarnar í myndinni, var meðal gesta. Samkvæmt tilkynningu frá aðstandendum var smekkfullt í Bíó Paradís á sýningunni og setið í öllum sölum bíósins. Eftir sýningu myndarinnar var haldið á Hlemmur Square þar sem hljómsveitin Royal spilaði fyrir gesti.

OpeningPartyAishlingMuller-5 OpeningPartyAishlingMuller-12 IMG_8326 IMG_8234 _MG_8335 _MG_8359 _MG_8366 IMG_8217
​​​​