Solo á ljóshraða á toppinn

Það er skammt stórra högga á milli á íslenska bíóaðsóknarlistanum. Í síðustu viku brunaði ofurhetjan Deadpool beint á toppinn í Deadpool 2, en núna er kominn nýr fógeti í bæinn, sjálfur Han Solo í Star Wars hliðarmyndinni Solo: A Star Wars Story.  Beint í þriðja sætið fer svo teiknimyndin Draumur.

Ein ný kvikmynd til viðbótar er á listanum að þessu sinni, Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson, en hún hefur verið að fá mjög góðar viðtökur gagnrýnenda.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: