Spurning um hjarta en ekki parta

„Ég er pan, ef þú endilega vilt vita. Þá er þetta spurning um hjarta en ekki parta“

Stikla kvikmyndarinnar Ljósvíkingar eftir Snævar Sölvason (Albatross, Eden) er komin út, en myndin fjall­ar um æsku­vin­ina Hjalta og Björn sem reka fisk­veit­ingastað í heima­bæ sín­um yfir sum­ar­tím­ann. Þegar þeir fá óvænt tæki­færi til að hafa veit­ingastaðinn op­inn árið um kring til­kynn­ir Björn að hún sé trans kona og muni fram­veg­is heita Birna. Þess­ar breyt­ing­ar reyna á vinátt­una og þurfa þau bæði að horf­ast í augu við lífið á nýj­an hátt til þess að bjarga því sem mestu máli skipt­ir.

Með aðalhlutverk fara Björn Jör­und­ur Friðbjörns­son, Arna Magnea Danks, Sól­veig Arn­ars­dótt­ir og Ólafía Hrönn Jóns­dótt­ir. Í öðrum helstu hlutverkum eru Helgi Björns­son, Hjálm­ar Örn Jó­hanns­son, Vig­dís Hafliðadótt­ir, Sara Dögg Ásgeirs­dótt­ir, Pálmi Gests­son og Gunn­ar Jóns­son.

Myndin er væntanleg í bíó 6. september.