Stallone grjótharður í The Expendables 3

Fyrsta ljósmyndin úr The Expendables 3 er komin á netið. Þar sést Sylvester Stallone blóðugur en að sjálfsögðu með vélbyssuna á lofti, einbeittur á svip.

expendables 3

Í myndinni etja Barney (Stallone), Christmas (Jason Statham) og félagar þeirra kappi við Conrad Stonebanks (Mel Gibson) sem stofnaði The Expendables-hópinn fyrir mörgum árum ásamt Barney. Stonebanks breyttist í miskunnarlausan vopnasala og núna mætast félagarnir fyrrverandi á nýjan leik.

The Expendables 3 er væntanleg í bíó í ágúst á næsta ári.