Star Wars rauf 50 þúsund manna múrinn

Stjörnustríðsmyndin nýja, Star Wars: The Last Jedi, hefur rofið 50.000 manna múrinn í sýningum hér á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sambíóunum. Það tók kvikmyndina óvenju skamman tíma að ná áfanganum, eða aðeins 15 daga.

Myndin er eina kvikmyndin sem rofið hefur þennan víðfræga aðsóknarmúr hér á Íslandi á árinu.

Þá má geta þess að búist er við að myndin fari yfir 1 milljarð manna í aðsókn alþjóðlega nú um helgina.

Í tilkynningunni segir að til samanburðar hafi aðsókn á undanfarnar Star Wars myndin verið á bilinu 60 – 85 þúsund. Þar af sé Star Wars: The Force Awakens sú vinsælasta, en hún var frumsýnd um jólin 2015.

Aðdáendur myndaflokksins geta strax byrjað að láta sig hlakka til á nýja árinu, en þá er von á næstu mynd, hliðarmyndinni Solo: A Star Wars Story, en hún verður frumsýnd 23. maí, og er í leikstjórn Ron Howard.

Sú kvikmynd fjallar sérstaklega um eina vinsælustu persónu Star Wars myndanna, Han Solo sem leikinn var af Harrison Ford í eldri myndunum.