Storkar fljúga beint á toppinn

Teiknimyndin Storkar, sem frumsýnd var á dögunum, flaug beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um helgina, og ýtti þar með toppmynd síðustu viku, gamanmyndinni Bridget Jones´s Baby niður í annað sætið.

Storkar segir frá storkum sem nú eru hættir að koma með börnin og sendast nú með alls konar pakka þess í stað. Dag einn ýtir hins vegar storkurinn Júníor á rangan takka og framleiðir óvart litla stúlku sem hann verður að koma til einhverra foreldra.

storks

Denzel Washington og hinar hetjurnar sex í vestranum endurgerða The Magnificent Seven fara beint í þriðja sætið, nýir á lista.

Tvær aðrar nýjar myndir eru á listanum að þessu sinni. Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn fer beint í fimmta sætið og stórslysamyndin Deepwater Horizon, með Mark Wahlberg í aðalhlutverkinu, fer beint í sjötta sætið.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice