Stritaði við Chicago hreiminn

Breska leikkonan Jodie Comer, aðalleikkona The Bikeriders, sem komin er í bíó á Íslandi, átti erfitt með að ná tökum á Chicago-hreimnum sem hún þurfti að nota í kvikmyndinni.

Eins og fram kemur í vefritinu The Hollywood Reporter hefur leikkonan lagt sig fram um að ná tökum á mismunandi hreimum og mállýskum í gegnum tíðina, bæði í hlutverkum í sjónvarpi, eins og í Killing Eve, og á hvíta tjaldinu. Hún viðurkennir að það hafi verið áskorun að tala fyrir Kathy í kvikmyndinni, sem leikstýrt er af Jeff Nichols og er byggð á samnefndri ljósmyndabók eftir Danny Lyon.

Jodie segir: „Ég myndi segja að hreimur Kathy sé líklega sá erfiðasti sem ég hef unnið að. Ég fékk að eyða þrjátíu mínútum með hinni raunverulegu Kathy þar sem hún var í viðtali við Danny Lyon, og ég varð stórhrifin af því bæði hve einstök mállýskan hennar var og hrynjandin í talandanum.“

The Bikeriders (2023)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9
Rotten tomatoes einkunn 82%

Kathy kynnist Benny, meðlimi í mótorhjólaklúbbnum Vandals í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Þegar klúbburinn umbreytist í hættulega undirheimaklíku þar sem ofbeldi er daglegt brauð, þarf Benny að velja á milli Kathy og hollustu sinnar við félagsskapinn. ...

„Þannig að ég byrjaði að vinna með mállýskuþjálfaranum Victoria Hanlin. Hún sagði mér að allir sérhljóðarnir væru mótsögn (e. Contradiction). Þetta er eitthvað sem hún hefur þróað með sér alveg sjálf.“
Og ég sagði, „ég vil ná þessum hljóðum eins vel og ég mögulega get.“

Í The Bikeriders leikur Comer á móti Tom Hardy sem er Johnny leiðtogi mótorhjólagengis. Hún reynir að hlífa eiginmanni sínum Benny, sem Austin Butler leikur, við áhrifum Johnnys.

Comers hreifst af leikstíl Venom stjörnunnar Hardys, sem hún lýsir sem óútreiknanlegum.

Meðvitaður um leiktæknina

Comer, sem m.a. hefur leikið í The Free Guy, útskýrði: „Ég myndi segja að hann sé mjög óútreiknanlegur og frjálslegur. Hann er mjög meðvitaður um leiktæknina, sem er nokkuð sem ég hef ekki séð áður. Hann hefur þessa eðlislægu meðvitund sem er nýtt fyrir mér. Hann býr yfir náttúrulegum skilningi á myndavélinni og linsunni, og hvað hún er að kalla eftir og hvað virkar. Þannig að það var mjög svalt og eitthvað sem ég hafði ekki upplifað áður.“

Margt til að ræða um

Hardy segir í samtali við Comicbook.com spurður um hvað áhorfendur ættu í vændum þegar þeir sjái myndina að hann voni að fólki líki myndin. „Þetta er mjög svöl kvikmynd og það er margt sem hægt er að ræða um eftir á. Ef þú hefur gaman af kvikmyndum, og ég held að eitt áhugavert sé, líkt og þegar við dæmum bók eftir kápunni, þá horfa menn oft á bifhjólamenn á ákveðinn hátt. En það sem þú sérð þarna er samfélag og hjarta og viðkvæmni og mýkt og örlæti og fólk sem passar upp á hvert annað á hátt sem er kannski ekki hefðbundinn eða eftir bókinni eða eitthvað sem almennt er litið á sem eðlilegt,“ sagði Hardy að lokum.