Stuttfréttir – Box og Unbroken á Jóladag

Frumsýningu Paranormal Activity 5 verður hugsanlega seinkað til janúar 2014, frá 25. október. Ástæðan er að janúar hefur reynst góður mánuður fyrir hrollvekjusýningar, og mikil samkeppni er fyrirsjáanleg í október (Oldboy, The Counselor, Carrie, Ender´s Game).

Kántrý söngvarinn Randy Travis, sem samdi tónlistina í Toy Story, er á batavegi eftir að hafa fengið heilablóðfall á sjúkrahúsi í kjölfar þess að hann var lagður þar inn vegna öndunarfærasýkingar.

Unbroken, mynd Angelinu Jolie um Ólympíufara sem hrapaði í Kyrrahafið og var tekinn til fanga af Japönum í seinni heimsstyrjöldinni, verður frumsýnd á Jóladag í Bandaríkjunum, þann 25. desember.

Frumsýningu Seventh Son með Jeff Bridges hefur verið frestað til 17. janúar 2014. Það er ári seinna en upphaflega stóð til að frumsýna myndina. Myndin verður sýnd í 2D, 3D og í IMAX risabíóum.

Boxmyndin Grudge Match með Robert De Niro og Sylvester Stallone, verður ein af jólamyndunum í ár í Bandaríkjunum, en upphaflega átti að sýna hana 10. janúar 2014. Nú verður hún frumsýnd á Jóladag, eða 25. desember.

Sjónvarpsþáttaframleiðandinn Gary David Goldberg, sem gerði m.a. Family Ties sjónvarpsþættina vinsælu með Michael J. Fox, er látinn úr heilakrabbameini, 69 ára að aldri.

álfurHelena Bonham Carter mun leika álfadrottninguna í leikinni Öskubuskumynd Kenneth Branagh. Carter og Branagh voru kærustupar á tíunda áratug síðustu aldar.