Svona lítur Green Goblin út

Á fimmtudaginn síðasta birtist mynd af plakati á netinu fyrir myndina The Amazing Spider-Man 2 en þar mátti sjá amk. tvo þorpara sem koma við sögu í myndinni, þá Rhino, sem Paul Giomatti leikur og The Green Goblin, sem Dane DeHaan leikur.

Sjáðu plakatið hér fyrir neðan:

Spiderman2VillainPromobannerphB2

Í dag birti Twittar notandi að nafni @Tupacca mynd sem hann stækkaði og vann upp úr plakatinu sem gefur enn betri mynd af því hvernig græni púkinn, eða the Green Goblin, lítur út.

Myndin er hér fyrir neðan ( minnir dálítið á rokksöngvarann Billy Idol! ):

BagIjCRCYAAxeUv

 

Myndin kemur í bíó næsta vor.