The Avengers springa fram á sjónarsviðið

San Diego Comic-Con ráðstefnan er að gera allt vitlaust vestanhafs rétt eins og fyrri ár. Fréttirnar streyma frá ráðstefnunni en Marvel virðast ráða ríkjum. Yfir helgina hefur framleiðandinn sent frá sér handmáluð plaköt fyrir The Avengers og sjáum við á þeim í allra fyrsta sinn nákvæmlega hvernig hetjurnar munu líta út á hvíta tjaldinu.

Hér fyrir neðan getið þið séð hetjurnar Thor, Captain America, Hulk, Iron Man, Hawkeye og Black Widow, ásamt Nick Fury og hjálparhellum hans innan SHIELD samtakanna. Eitt er víst að myndin verður allsvakaleg, en við þurfum enn að bíða í rúmt ár eftir að hún komi loks út í kvikmyndahúsum. En örvæntið ekki, því innan skamms munum við getað séð ævintýri Captain America í seinni heimsstyrjöldinni, en myndin Captain America: The First Avenger verður frumsýnd 27. júlí.