The Lion King trompaði Hobbs og Shaw

Þrátt fyrir harða atlögu að toppsætinu, náðu þeir félagar Hobbs og Shaw í nýju myndinni Fast and Furious Presents: Hobbs and Shaw, ekki toppsætinu af Lion King í þessari atrennu, en einungis munaði fáeinum þúsundköllum á myndunum í aðgangseyri eftir sýningar síðustu helgar.

Konungurinn ríkir enn.

Þriðja sæti listans féll svo Spider-Man: Far From Home í skaut, en hún fór niður um eitt sæti á milli vikna.

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum að þessu sinni, Ladies in Black, sem fór beint í sautjánda sæti aðsóknarlistans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: