Nú fer hver að verða síðastur að sjá íslensku spennumyndina Napóleonsskjölin í bíó en um þrjátíu þúsund manns hafa þegar séð kvikmyndina.
Ákveðið hefur verið að lækka miðaverð myndarinnar og nú kostar aðeins 1.100 krónur inn á meðan myndin er í sýningu.
Samkvæmt upplýsingum frá SAM bíóunum er reiknað með að Napóleonsskjölin verði sýnd í um tvær vikur til viðbótar.
Myndin er hörkuspennandi og er gerð eftir sögu metsöluhöfundarins Arnaldar Indriðasonar.
Þegar bróðir lögfræðingsins Kristínar rekst á þýskt flugvélarflak úr seinni heimstyrjöld á toppi Vatnajökuls, dragast þau bæði inn í atburðarás upp á líf og dauða, hundelt af hópi manna sem skirrist einskis við að halda áratuga gamalt leyndarmál....
