Tilfinningar á toppnum

Stórrisarnir hjá teiknimyndafyrirtækinu Pixar geta aldeilis fagnað góðum áfanga enda hefur nýjasta myndin úr þeirra smiðju, Inside Out 2, verið að rjúka í efsta sæti aðsóknarlista kvikmyndahúsa víða um heim. Ísland er þar vissulega engin undantekning – og veltir þar með Snertingu Baltasars Kormáks úr sessi yfir í annað sætið. Snerting var frumsýnd á dögunum og virðist vera að hitta í mark hjá áhorfendum en rúmlega 15 þúsund manns hafa séð hana í bíó þegar þetta er ritað.

Sjá einnig: Fjör á frumsýningu Inside Out 2

Inside Out 2 er framhald af Inside Out sem sló rækilega í gegn þegar hún var frumsýnd árið 2015. Báðar Inside Out myndirnar hafa hlotið mikið lof gagnrýnenda en þær segja frá Riley, ungri stelpu, og tilfinningunum sem fylgja þeirri miklu áskorun að vaxa úr grasi. Í framhaldinu kynnumst við nýjum tilfinningum og verður allt vitlaust í þeirri tilraun að samstilla þær svo Riley haldi bæði vinsældum sínum og geðheilsunni. Myndin er sýnd með ensku, íslensku og pólsku tali.

Aðsóknarlistann má sjá í heild sinni hér að neðan. Smellið hér til að skoða sýningartíma dagsins.